Metframleiðsla á sólarorku á tímum Coronaveirunnar

Í fyrrihluta síðustu viku var 40% af raforkuþörf Þjóðverja mætt með sólarorku og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Met á þessu sviði voru einnig slegin á Spáni og í Bretlandi. Í síðastnefnda landinu hafa kol ekki verið notuð til raforkuframleiðslu síðustu tvær vikurnar. Ein af ástæðunum fyrir þessum uppgangi í sólarorkuframleiðslunni er sú að nú er loftmengun í Evrópu mun minni en venjulega vegna lítillar umferðar á tímum Coronaveirunnar. Sem dæmi um það má nefna að styrkur köfnunarefnisoxíða í andrúmslofti í Bretlandi er nú um 25% lægri en að meðaltali. Hagstætt veðurfar kemur einnig við sögu, en upp á síðkastið hefur verið fremur kalt og sólríkt í Evrópu. Við slíkar aðstæður ná sólarskildir mestum afköstum.
(Sjá frétt ENN 24. apríl sl.).

Frítt í strætó í Þýskalandi?

Þýsk stjórnvöld íhuga að taka upp gjaldfrjálsar almenningssamgöngur að því er fram kemur í bréfi sem Barbara Hendricks, umhverfisráðherra Þýskalands, og tveir aðrir ráðherrar í ríkisstjórn landsins sendu til Karmenu Vella, umhverfisstjóra ESB, í síðustu viku. Til að byrja með er ætlunin að prófa þetta fyrirkomulag í fimm borgum í Þýskalandi. Þessi áform eru hluti af úrbótaáætlun sem þýsk stjórnvöld leggja fram að kröfu ESB, en Þýskaland var eitt af níu ríkjum sambandsins sem ekki tókst að draga nægjanlega úr mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks áður en frestur til þess rann út 30. janúar sl. Talið er að loftmengun í borgum Evrópu verði 400.000 manns að aldurtila á hverju ári og kosti heilbrigðiskerfi sambandslandanna árlega um 20 milljarða evra (um 2.500 milljarða ísl. kr.).
(Sjá frétt The Guardian 14. febrúar).

Endurnýjanleg orka komin fram úr kolunum

Á árinu 2017 framleiddu þjóðir Evrópusambandsins í fyrsta sinn meiri raforka úr endurnýjanlegum orkugjöfum en úr kolum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sandbag. Framleiðsla endurnýjanlegrar raforku á árinu nam samtals 679 terawattstundum (Twh) en 669 Twh komu frá kolum, sem er um helmingi minna en fyrir fimm árum. Bretland og Þýskaland eiga stærstan þátt í auknum hlut endurnýjanlegrar orku, eða um 56% af heildaraukningunni síðustu þrjú ár. Á árinu 2017 ákváðu stjórnvöld í Hollandi, Ítalíu og Portúgal að stefna að því að leggja kol af sem orkugjafa, en á sama tíma jókst kolanotkun á Spáni. Sömuleiðis er þróunin hæg í Austur-Evrópu.
(Sjá fréttatilkynningu Sandbag 2. febrúar).

Líftími raftækja styttist með hverju ári

tvLíftími raftækja styttist með hverju árinu sem líður samkvæmt nýrri rannsókn frá Umhverfisstofnun Þýskalands. Bilanatíðni hefur aukist á sama tíma og tískustraumar og nýjar útgáfur stýra markaðnum og raftækjum er í auknum mæli skipt út þó að þau séu nýleg og vel nothæf. Þetta hefur í för með sér aukið álag á auðlindir heimsins og eykur umhverfisáhrif raftækjanna. Hlutfall stórra raftækja sem bila fyrstu 5 árin hækkaði úr 3,5% í 8,3% á árunum 2004-2013. Þrátt fyrir þetta eru neytendur ánægðir með endingu raftækja. Forstjóri Umhverfisstofnunar Þýskalands kallar eftir lögbundnum lágmarkskröfum um líftíma raftækja, merkingum sem sýna líftíma vörunnar og að lögð sé áhersla á að auðvelt sé að gera við vöruna og skipta út hlutum.
(Sjá frétt EurActiv 16. febrúar).

Rafhjól leysa einkabílinn af hólmi

elcyklar_2Árið 2030 er líklegt að notkun rafhjóla í Þýskalandi muni koma í veg fyrir losun á um 1,5 milljónum tonna af koltvísýringi, eða sem samsvarar losun frá um 100.000 manna bæjarfélagi, ef marka má nýja greiningu Háskólans í Braunschweig á atferli rafhjólanotenda. Þar kom fram að rafhjól séu oftast notuð í stað einkabíla en leysi sjaldnar venjuleg reiðhjól af hólmi. Rafhjól eru samkvæmt rannsókninni mest notuð til að ferðast til og frá vinnu. Í dag eru um 2 milljónir rafhjóla í notkun í Þýskalandi og er ferðamátinn orðinn vinsæll þar í landi. Niðurstöður greiningarinnar gefa einnig til kynna að til þess að fjölga rafhjólum þurfi að bæta innviði, svo sem hjólastíga og hjólastæði sem henta þörfum rafhjólanotenda.
(Sjá frétt Sveriges Radio 2. september).

Þráðlaus gagnvirk hleðsla rafbíla í augsýn

28888Þýskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð kerfis sem gerir það mögulegt að hlaða rafbíla þráðlaust með því að fella þar til gerðar rafspólur niður í yfirborð gatna. Samsvarandi búnaður í undirvagni bílanna tekur við hleðslunni og að sögn vísindamannanna dugar þessi tækni fyrir afl á bilinu 0,4-3,6 kW miðað við allt að 20 cm fríhæð bíla. Hugmyndin er ekki ný en fram til þessa hefur ekki verið mögulegt að koma hleðslu yfir svona langt bil. Þessi nýja tækni, sem kynnt verður á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt síðar í þessum mánuði, gefur einnig nýja möguleika á að skila rafmagni frá rafbílum inn á dreifikerfið. Með því eykst notagildi rafbíla sem orkugeymslu.
(Sjá frétt EDIE 2. september).

Tesla horfir til Þýskalands

tesla_160Rafbílaframleiðandinn Tesla bindur miklar vonir við sölu „heimarafhlöðunnar“ í Þýskalandi, enda séu Þjóðverjar mjög meðvitaðir um umhverfismál og í fararbroddi í heiminum í nýtingu sólarorku. Tesla kynnti rafhlöðuna („orkuvegginn“ (Tesla Powerwall)) í síðustu viku. Hana er t.d. hægt að festa á vegg í bílskúrnum og í henni er hægt að geyma umframorku sem grípa má til þegar rafmagnið fer eða þegar orkuframboð er lítið og verðlag hátt. Rafhlaðan auðveldar neytendum þannig að framleiða og geyma sína eigin raforku án tengingar við flutningskerfi og opnar m.a. möguleika á að nýta sólarorku á nóttu sem degi. Markmið Tesla með orkuveggnum er að „umbreyta algjörlega orkuinnviðum heimsins í átt að fullkomlega sjálfbæru kolefnishlutleysi“.
(Sjá frétt ENN 5. maí).

Fyrsta umhverfismerkta bókaforlagið í Þýskalandi

pm_reclam_blauerengel_160Þýska bókaforlagið Reclam Verlag fékk í dag afhenta staðfestingu á því að það hefði staðist kröfur Bláa engilsins, umhverfismerkis Þýskalands, og er þar með orðið fyrsta umhverfismerkta forlagið þar í landi. Vottunin gildir fyrir kiljuútgáfu forlagsins, en þarna er um að ræða elsta og stærsta kiljuforlagið í Þýskalandi með samtals um 3.000 útgefnar kiljur. Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál í forlaginu síðustu 10 ár og síðan 2004 hefur þar eingöngu verið notaður endurunnin pappír. Nú hefur forlagið einnig þróað leið til að nota endurunnin pappír í kápur. Blái engillinn gerir strangar kröfur um notkun efnavöru, sjálfbæra nýtingu skóga og lágmörkun loftslagsáhrifa í allri umhverfismerktri starfsemi.
(Sjá frétt Der Blaue Engel í dag).

Líftími raftækja styttist

raftaeki_160Í rannsókn Umhverfisstofnunar Þýskalands á „skipulegri úreldingu“ (e. built-in obsolescence) kom í ljós að sífellt fleiri raftæki eru seld til að koma í stað gallaðrar vöru. Árið 2004 var aðeins um 3,5% seldra raftækja í Evrópu ætlað að koma í stað gallaðra vöru en árið 2012 var hlutfallið komið í 8,3%. Á sama tíma hefur hlutfall stórra heimilistækja sem bila á fyrstu fimm árunum hækkað úr 7% árið 2004 í 13% árið 2013. Þessar tölur benda til að gæði og endingartími raftækja séu á niðurleið og að hugsanlega leggi raftækjaframleiðendur áherslu á stuttan líftíma til þess að auka sölu. Styttingu á líftíma má einnig rekja til neysluvenju þar sem neytendur leggja sífellt meiri áherslu á að eiga nýjasta módelið. Þannig voru um 60% allra sjónvarpstækja sem skipt var út árið 2012 í góðu lagi. Stjórnvöld innan ESB hafa áhyggjur af óábyrgri auðlindanotkun og áhrifum hennar á umhverfið og eru að skoða möguleika á að skylda framleiðendur til að tryggja endingu og að hægt sé að gera við raftækin.
(Sjá frétt the Guardian 3. mars).

Milljörðum sóað í illa staðsett orkuver

Solar panels are seen under a cloudy sky in Bad HersfeldUm 100 milljarðar bandaríkjadala (um 13.000 milljarðar ísl. kr.) hefðu sparast á síðustu árum ef stjórnvöld í Evrópu hefðu skipulagt staðsetningar endurnýjanlegra raforkuvera betur, að því er fram kemur í skýrslu sem kynnt var á efnahagsráðstefnunni í Davos í vikunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að spara hefði mátt 40 milljarða bandaríkjadala (um 5.000 milljarða ísl. kr.) til viðbótar með aukinni samræmingu og öflugri rafstrengjum milli nágrannalanda. Betra skipulag hefði komið í veg fyrir byggingu sólarorkuvera í sólarlitlum löndum og vindorkuvera á skjólsælum stöðum. Sem dæmi má nefna að Spánn fær um 65% meiri orku frá sólinni en Þýskaland, en þó hefur Þýskaland byggt upp sólarorkuver með 600% meiri afkastagetu en Spánn á síðustu árum.
(Sjá frétt Planet Ark 21. janúar).