Rafhjól leysa einkabílinn af hólmi

elcyklar_2Árið 2030 er líklegt að notkun rafhjóla í Þýskalandi muni koma í veg fyrir losun á um 1,5 milljónum tonna af koltvísýringi, eða sem samsvarar losun frá um 100.000 manna bæjarfélagi, ef marka má nýja greiningu Háskólans í Braunschweig á atferli rafhjólanotenda. Þar kom fram að rafhjól séu oftast notuð í stað einkabíla en leysi sjaldnar venjuleg reiðhjól af hólmi. Rafhjól eru samkvæmt rannsókninni mest notuð til að ferðast til og frá vinnu. Í dag eru um 2 milljónir rafhjóla í notkun í Þýskalandi og er ferðamátinn orðinn vinsæll þar í landi. Niðurstöður greiningarinnar gefa einnig til kynna að til þess að fjölga rafhjólum þurfi að bæta innviði, svo sem hjólastíga og hjólastæði sem henta þörfum rafhjólanotenda.
(Sjá frétt Sveriges Radio 2. september).

Ein hugrenning um “Rafhjól leysa einkabílinn af hólmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s