Á tréfákum um Stokkhólm

Frá því í maí í vor hafa ferðamenn í Stokkhólmi átt þess kost að ferðast um borgina á reiðhjólum úr tré og kynna sér í leiðinni ýmis verkefni sem stuðla að sjálfbærni borgarinnar. Hjólin voru smíðum hjá grísku fyrirtæki sem alla jafna framleiðir umhverfisvæn rúm. Þau hafa reynst vel og dregið athygli að því sem hægt er að gera til að draga úr áhrifum mannsins á umhverfið. Aðstandendur verkefnisins hafa m.a. verið tilnefndir til sérstakra frumkvöðlaverðlauna Stokkhólmsborgar.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 23. nóvember).

Fleiri reiðhjól en bílar á götum Kaupmannahafnar

5210-160x96Í nóvember voru reiðhjól á götum Kaupmannahafnar í fyrsta sinn fleiri en bílarnir. Samkvæmt umferðartalningu fóru að meðaltali 265.700 hjól um miðborgina á hverjum degi mánaðarins en aðeins 252.600 bílar. Á einu ári hefur hjólaumferð í borginni aukist um 15% á sama tíma og bílaumferð hefur dregist saman um 1%. Forsvarsmenn borgarinnar telja að þessa þróun megi fyrst og fremst rekja til markvissrar stefnumótunar og mikilla fjárfestinga í innviðum fyrir umferð reiðhjóla.
(Sjá frétt The Guardian 30. nóvember).

Oslóborg styrkir íbúa til kaupa á rafmagnshjólum

052A1669m_doc6nltg50nb1szj5jv19g-UYxkIXj7q0Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Osló hefur ákveðið að gefa borgarbúum kost á að sækja um styrki til kaupa á rafmagnsreiðhjólum. Styrkirnir geta numið 20% af kaupverði hjólanna, þó að hámarki 5.000 norskar krónur (um 75 þús. ísl. kr.) fyrir hvert hjól. Til að byrja með er gert ráð fyrir styrkveitingum upp á samtals 5 milljónir norskra króna, en fjárveitingin verður hugsanlega aukin ef reynslan er góð. Tilgangurinn með þessum styrkveitingum er að hvetja fólk til að nota rafmagnsreiðhjól fremur en einkabíla til að komast leiðar sinnar. Að sögn Lan Marie Nguyen Berg, formanns umhverfis- og samgönguráðs Oslóborgar, stefna borgaryfirvöld að því að finna nýjar og betri lausnir í samgöngum innan borgarinnar, m.a. með því að bæta innviði fyrir hjólaumferð. Borgin vill að fótgangandi fólk og hjólreiðamenn fái aðgang að svæðum sem hingað til hafa verið frátekin fyrir bílaumferð, en allt er þetta liður í að fylga eftir loftslagsstefnu Oslóborgar.
(Sjá frétt á heimasíðu Oslóborgar 20. desember).

Sólarvegurinn gerir það gott

solarENNFyrsti sólarselluhjólastígur heimsins hefur skilað betri árangri en menn þorðu að vona, en þessa dagana er eitt ár liðið síðan þessi 70 m langi hjólastígur í útjaðri Amsterdam var opnaður fyrir umferð. Yfirborðslagið á stígnum er gert úr 3 mm þykkum glerhúðuðum sólarsellum sem framleiða rafmagn fyrir ljósastaura eða til annarra nota. Á fyrstu sex mánuðunum framleiddi stígurinn samtals rúmlega 3.000 kwst af raforku, eða sem samsvarar orkuþörf eins heimilis í u.þ.b. heilt ár.
(Sjá frétt ENN í dag).

Rafhjól leysa einkabílinn af hólmi

elcyklar_2Árið 2030 er líklegt að notkun rafhjóla í Þýskalandi muni koma í veg fyrir losun á um 1,5 milljónum tonna af koltvísýringi, eða sem samsvarar losun frá um 100.000 manna bæjarfélagi, ef marka má nýja greiningu Háskólans í Braunschweig á atferli rafhjólanotenda. Þar kom fram að rafhjól séu oftast notuð í stað einkabíla en leysi sjaldnar venjuleg reiðhjól af hólmi. Rafhjól eru samkvæmt rannsókninni mest notuð til að ferðast til og frá vinnu. Í dag eru um 2 milljónir rafhjóla í notkun í Þýskalandi og er ferðamátinn orðinn vinsæll þar í landi. Niðurstöður greiningarinnar gefa einnig til kynna að til þess að fjölga rafhjólum þurfi að bæta innviði, svo sem hjólastíga og hjólastæði sem henta þörfum rafhjólanotenda.
(Sjá frétt Sveriges Radio 2. september).

Hjólað á sólarrafhlöðum

solarstigarÞann 12. nóvember verður fyrsti sólarrafhlöðuhjólastígur heimsins opnaður í úthverfi Amsterdam. Stígurinn er lagður sólarrafhlöðum sem geta framleitt rafmagn sem nægir þremur heimilum. Um er að ræða vinsælan hjólastíg sem um 2.000 manns nýta sér daglega. Til að byrja með verða lagðir 70 m af sólarstíg, en stígurinn verður síðan lengdur í 100 m árið 2016. Framkvæmdin kostar um 3 milljónir evra (um 460 millj. ísl. kr.) og er fjármögnuð af borgaryfirvöldum. Þar sem ekki er hægt að stilla sólarrafhlöðurnar í stígunum eftir stöðu sólar framleiða þær um 30% minna rafmagn en sólarrafhlöður á þökum. Enga að síður telja aðstandendur mikla möguleika leynast í tækninni þar sem byggt er við innviði sem nú þegar eru til staðar. TNO rannsóknarstofnunin, sem þróað hefur þessa tækni, skoðar nú möguleikana á að leggja sólarrafhlöður í vegi og nota raforkuna fyrir umferðarljós og rafbíla.
(Sjá frétt the Guardian 5. nóvember).

Endurnýting reiðhjóla í góðgerðarskyni

26043_160Bretar geta skilað inn gömlum og biluðum hjólum, fengið 10% afslátt af nýjum og þannig hjálpað til við að auka hreyfanleika bágstaddra í Afríku! Þetta tilboð er hluti af söfnunarátaki bresku góðgerðarsamtakanna Re-Cycle sem hófst í dag. Reiðhjól eru talin mikilvægur liður í útrýmingu fátæktar þar sem þau auðvelda fjölskyldum í dreifbýli að nálgast þjónustu á borð við heilsugæslu, vinnustaði og skóla. Re-Cycle hefur staðið fyrir söfnun sem þessari árlega síðan 1997 og sent um 53 þúsund hjól til Mið- og Suður-Afríku um leið og þau hafa dregið úr magni úrgangs í Bretlandi. Gert er við hjólin áður en þau eru send áleiðis, en auk þess snýst hluti verkefnisins um þjálfun heimamanna í viðhaldi reiðhjóla.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Hjólreiðar bæta afkomu fyrirtækja vestanhafs

San Francisco hjólFramámenn í viðskiptalífinu vestanhafs sækjast í vaxandi mæli eftir því að reka fyrirtækin sín í miðborgum þar sem útbúnar hafa verið sérstakar akreinar fyrir hjólreiðafólk. Þessi þróun stafar þó ekki af auknum áhuga á umhverfismálum, heldur hefur reynslan sýnt að afkoma fyrirtækja er betri þar sem hjólasamgöngur eru greiðar. Hjólreiðafólk fer til að mynda hægar yfir og staldrar frekar við í verslunum, auk þess sem stórfé sparast við það að hægt er leggja mörgum hjólum í stæði sem rúmar aðeins einn bíl. Starfsfólk á auk heldur auðveldara með að komast til og frá vinnu, streita vegna ferðalaga minnkar, heilsufar batnar, afköst aukast, veikindadögum fækkar og fyrirtækjum reynist auðveldara að laða til sín hæft starfsfólk af yngri kynslóðinni.
(Sjá umfjöllun í The Guardian 4. febrúar).

Vantar fleiri venjulega hjólreiðamenn

Hjól GoodwillRobert Goodwill, aðstoðarráðherra samgöngumála í bresku ríkisstjórninni, hefur lýst þeirri skoðun sinni að þörf sé á að fjölga venjulegu fólki á reiðhjólum, þ.e.a.s. fólki sem hjólar stuttar vegalengdir á hverjum degi í venjulegum fötum með körfu á bögglaberanum. Hann telur hjólreiðamenningu samtímans einkennist um of af „hjólanördum“ í þröngum hjólabúningum á sérútbúnum hjólum, sem taki álíka mikið tillit til bögglaberafólksins og ökumenn til „hjólanördanna“. Til að hjólreiðar verði útbreiddur samgöngumáti þurfi fólki að finnast þær henta sér, jafnvel þótt það sé orðið miðaldra eða yfir kjörþyngd.
(Sjá pistil The Guardian í dag).