Þýskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð kerfis sem gerir það mögulegt að hlaða rafbíla þráðlaust með því að fella þar til gerðar rafspólur niður í yfirborð gatna. Samsvarandi búnaður í undirvagni bílanna tekur við hleðslunni og að sögn vísindamannanna dugar þessi tækni fyrir afl á bilinu 0,4-3,6 kW miðað við allt að 20 cm fríhæð bíla. Hugmyndin er ekki ný en fram til þessa hefur ekki verið mögulegt að koma hleðslu yfir svona langt bil. Þessi nýja tækni, sem kynnt verður á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt síðar í þessum mánuði, gefur einnig nýja möguleika á að skila rafmagni frá rafbílum inn á dreifikerfið. Með því eykst notagildi rafbíla sem orkugeymslu.
(Sjá frétt EDIE 2. september).