Fyrsta umhverfismerkta bókaforlagið í Þýskalandi

pm_reclam_blauerengel_160Þýska bókaforlagið Reclam Verlag fékk í dag afhenta staðfestingu á því að það hefði staðist kröfur Bláa engilsins, umhverfismerkis Þýskalands, og er þar með orðið fyrsta umhverfismerkta forlagið þar í landi. Vottunin gildir fyrir kiljuútgáfu forlagsins, en þarna er um að ræða elsta og stærsta kiljuforlagið í Þýskalandi með samtals um 3.000 útgefnar kiljur. Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál í forlaginu síðustu 10 ár og síðan 2004 hefur þar eingöngu verið notaður endurunnin pappír. Nú hefur forlagið einnig þróað leið til að nota endurunnin pappír í kápur. Blái engillinn gerir strangar kröfur um notkun efnavöru, sjálfbæra nýtingu skóga og lágmörkun loftslagsáhrifa í allri umhverfismerktri starfsemi.
(Sjá frétt Der Blaue Engel í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s