Fjórði hver svitalyktareyðir fær falleinkunn

deoartikelAf 115 tegundum svitavarnar og svitalyktareyðis sem dönsku neytendasamtökin Tænk tóku fyrir í úttekt sinni á dögunum fengu 33 falleinkun vegna ofnæmisvalda og efna sem talin eru geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Fimmta hvert efni fékk hins vegar ágætiseinkunn. Bakteríudrepandi efnið tríklósan var til staðar í 7 vörutegundum en efnið er talið vera hormónaraskandi auk þess sem það safnast fyrir í náttúrunni. Þá fundust ýmis ilmefni sem geta valdið ofnæmi, þ.á.m. efnið bútýlfenýlmetýlpróíónal, sem auk ofnæmisáhrifa er talið geta stuðlað að skertri frjósemi. Þetta efni fannst í 25 tegundum. Framleiðendur hafa gagnrýnt úttekt Tænk og bent á að styrkur efnanna hafi ekki verið skoðaður heldur eingöngu athugað hvort efnin væru til staðar. Efnanotkun lúti ströngum reglum og því sé ekki ástæða til að óttast. Forsvarsmenn Tænk benda hins vegar á að samverkandi áhrif efna (kokteiláhrif) séu vanmetin í gildandi reglum. Auk þess eigi ilmefni ekkert erindi í vörur af þessu tagi þar sem þau hafi ekkert með virkni vörunnar að gera.
(Lesið frétt á heimasíðu Tænk 6. október).

 

 

 

Coop ræðst gegn skaðlegum efnum

Solcreme_og_tandpas_964894y (160x107)Dagvörurisinn Coop í Danmörku hefur hafið sérstakt átak til að ryðja úr vegi skaðlegum efnum úr eigin vörum fyrirtækisins og úr vörum annarra framleiðenda sem seldar eru í verslunum keðjunnar. Á næstu þremur árum munu tólf tilteknir efnaflokkar verða gerðir útlægir úr öllum vörum sem Coop framleiðir og vörur annarra framleiðenda sem ekki fylgja þessu fordæmi verða fjarlægðar úr búðarhillum. Nú þegar hefur örbylgjupoppi, blautklútum og skólavörum úr PVC verið úthýst og nú síðast bættist tannkremið Colgate Total í þann hóp þar sem það inniheldur tríklósan. Efnin sem um ræðir eru öll lögleg, en það sem er löglegt er ekki endilega öruggt, eins og talsmaður Coop orðar það.
(Sjá frétt Politiken 7. september).

Ofnæmisvaldandi efni algeng í handsápum

haandsaebe-testÞekktir ofnæmisvaldar eða hormónaraskandi efni fundust í þriðju hverri handsáputegund sem dönsku neytendasamtökin Tænk skoðuðu nýlega. Farið var yfir innihaldslýsingar í 76 mismunandi tegundum af handsápu og reyndust 25 þeirra innihalda efni sem talin eru geta skaðað umhverfi og heilsu. Nokkrar tegundir innihéldu m.a. bakteríudrepandi efnið tríklósan sem er talið geta truflað hormónastarfsemi líkamans auk þess sem það stuðlar að vexti lyfjaónæmra baktería. Tríklósan getur safnast upp í fæðukeðjunni og er skaðlegt vatnalífverum. Nítján tegundir innihéldu rotvarnarefnin MCI og MI (metýlklóróísóthiazólínon og metýlísóthiazólínon) sem eru ein algengasta orsök ofnæmis af völdum rotvarnarefna. Leyfilegur hámarksstyrkur þessara efna var 25-faldaður árið 2005 og síðan hefur ofnæmistilfellum vegna þeirra fjölgað gríðarlega. Um 1.000 tilfelli greinast nú í Danmörku árlega.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk 21. ágúst).

Tríklósan finnst enn í svitalyktareyði

deodame_160pxTríklósan fannst í þremur tegundum af svitalyktareyði í nýlegri rannsókn norsku samtakanna Framtiden i våre hender, en tríklósan getur gert bakteríur ónæmar fyrir sýklalyfjum. Skaðsemi efnisins hefur verið þekkt um árabil og hefur Matvælastofnun Noregs lengi barist fyrir banni á notkun þess í neytendavörum. Í rannsókninni voru 28 svitalyktareyðar skoðaðir og reyndust þeir innihalda ýmis umhverfis- og heilsuskaðleg efni önnur en tríklósan. Þannig fundust ofæmisvaldandi ilmefni í 21 tegund, fimmtán innihéldu ál, fjögur innihéldu sílikonsambandið cyclopentasiloxane, míkróplast fannst í tveimur tegundum og ein innihélt silfur. Oft er mikið af skaðlegum efnum í snyrtivörum, og eru svitalyktareyðar einn versti vöruflokkurinn hvað það varðar. Af þeim 28 tegundum sem skoðaðar voru telur Framtiden i våre hender sig aðeins geta mælt með notkun tveggja.
(Sjá frétt Framtiden i våre hender 19. ágúst).

Efni í sólarvörn og tannkremi geta spillt sæðisgæðum

H_ndcreme_844634yEfni sem meðal annars finnast í sólarvörn og tannkremi hafa áhrif á gæði sæðis og eiga þátt í minnkandi frjósemi karla samkvæmt nýrri rannsókn vaxtar- og æxlunardeildar danska ríkisspítalans og þýsku rannsóknarstofnunarinnar Caesar. Um er að ræða tríklósan og fleiri manngerð efni sem er m.a. að finna í matvælum, snyrtivörum og heimilisvörum. Skoðuð voru 96 efni sem öll eru talin hafa hormónaraskandi áhrif og reyndist þriðjungur þeirra hafði áhrif á starfsemi og virkni sæðisfruma, sérstaklega á fósturskeiði og í bernsku á meðan kynfæri eru enn að þróast. Á síðustu árum virðist hafa dregið úr frjósemi án þekktra líffræðilegra skýringa og eru hormónaraskandi efni vera ein af ástæðum þessa. Hægt er að forðast slíkum efni að miklu leyti með því að velja umhverfismerktar vörur.
(Sjá frétt Politiken 11. maí).

Vörumst hormónaraskandi efni

Barn í kerru IMSFólk ætti að kaupa Svansmerktar vörur, lofta vel út og þvo föt og leikföng áður en þau eru tekin í notkun. Þetta eru ráðleggingar dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) að loknum fræðslufundi um hormónaraskandi efni sem haldinn var í síðustu viku. Löggjöf sem ver neytendur gegn þessum efnum er í stöðugri þróun, en þeir sem vilja vera fyrri til geta gert ýmislegt til við verja sig og sína. Á fundinum kom m.a. fram að efni sem berast inn í líkamann á fósturskeiði geti valdið krabbameini síðar á lífsleiðinni.
(Sjá frétt á heimasíðu IMS 4. október).

Triclosan finnst enn í tannkremi

Tannkrem IMSTvær af 57 tannkremstegundum sem Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu skoðaði nýlega reyndust innihalda tríklósan. Efnið er bakteríudrepandi, en jafnframt hormónaraskandi og skaðlegt umhverfinu. Tannkremstegundirnar sem um ræðir eru Colgate Total Original og Colgate Total Advanced Whitening, en þessar sömu tegundir voru jafnframt þær einu sem reyndust innihalda tríklósan í sambærilegri könnun sem gerð var 2008. Þá þegar vissu menn sitthvað um skaðsemi efnisins, en fleira hefur bæst við síðan. Þannig leikur grunur á að efnið stuðli að vexti ónæmra baktería.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk 12. desember).

Hormónaraskandi efni í öllum?

Kvikasilfur, kadmíum, kótínín og þalöt voru meðal þeirra efna sem fundust í 4.000 þvag- og hársýnum frá mæðrum og börnum þeirra í 17 Evrópulöndum sem tóku þátt í rannsókn sem sagt var frá á ráðstefnu á Kýpur í síðustu viku. Í 6 af þessum löndum var einnig leitað að bisfenól A, parabenum og tríklósan, og reyndust þessi efni einnig vera til staðar í sýnunum. Efnin eiga það sameiginlegt að vera hormónaraskandi og geta þannig átt þátt í margs konar alvarlegum kvillum. Talsmenn efnaiðnaðarins telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum þar sem styrkur efnanna hafi verið undir hættumörkum. Samtök um heilsufar almennings eru á öðru máli og benda á að þessi efni eigi ekki að vera til staðar í líkama fólks, auk þess sem áhrif þeirra til langs tíma kunni að vera vanmetin og of lítið sé vitað um samlegðaráhrif efnanna (kokkteiláhrif).
(Sjá frétt EurActive 26. október).