Tríklósan finnst enn í svitalyktareyði

deodame_160pxTríklósan fannst í þremur tegundum af svitalyktareyði í nýlegri rannsókn norsku samtakanna Framtiden i våre hender, en tríklósan getur gert bakteríur ónæmar fyrir sýklalyfjum. Skaðsemi efnisins hefur verið þekkt um árabil og hefur Matvælastofnun Noregs lengi barist fyrir banni á notkun þess í neytendavörum. Í rannsókninni voru 28 svitalyktareyðar skoðaðir og reyndust þeir innihalda ýmis umhverfis- og heilsuskaðleg efni önnur en tríklósan. Þannig fundust ofæmisvaldandi ilmefni í 21 tegund, fimmtán innihéldu ál, fjögur innihéldu sílikonsambandið cyclopentasiloxane, míkróplast fannst í tveimur tegundum og ein innihélt silfur. Oft er mikið af skaðlegum efnum í snyrtivörum, og eru svitalyktareyðar einn versti vöruflokkurinn hvað það varðar. Af þeim 28 tegundum sem skoðaðar voru telur Framtiden i våre hender sig aðeins geta mælt með notkun tveggja.
(Sjá frétt Framtiden i våre hender 19. ágúst).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s