Þalöt hægja á framleiðslu testósterons

kremÞalöt  virðast hafa neikvæð áhrif á framleiðslu testósterons hjá fólki sem notar mikið af hreinlætisvörum og plastvörum, en slíkar vörur geta innihaldið nokkurt magn þalata og annarra efna sem trufla starfsemi innkirtla. Í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism var magn testósterons í blóði 2.200 einstaklinga í Bandaríkjunum mælt og samtímis leitað að 13 niðurbrotsefnum þalata í þvagi sömu einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu marktækt samband lágs testósteronsgildis og magns þalata í þvagi. Síðustu 50 ár hefur dregið mjög úr testósteronframleiðslu karlmanna og telja vísindamenn þessa þróun geta haft veruleg neikvæð áhrif á lýðheilsu. Lækkun testósterons hefur neikvæð áhrif á kynþroska ungra pilta auk neikvæðra áhrifa á kynhvöt, kynstarfsemi, orku og heilbrigði beina bæði í körlum og konum á aldrinum 40-60 ára.
(Sjá frétt Science Daily 14. ágúst).

Efni í sólarvörn og tannkremi geta spillt sæðisgæðum

H_ndcreme_844634yEfni sem meðal annars finnast í sólarvörn og tannkremi hafa áhrif á gæði sæðis og eiga þátt í minnkandi frjósemi karla samkvæmt nýrri rannsókn vaxtar- og æxlunardeildar danska ríkisspítalans og þýsku rannsóknarstofnunarinnar Caesar. Um er að ræða tríklósan og fleiri manngerð efni sem er m.a. að finna í matvælum, snyrtivörum og heimilisvörum. Skoðuð voru 96 efni sem öll eru talin hafa hormónaraskandi áhrif og reyndist þriðjungur þeirra hafði áhrif á starfsemi og virkni sæðisfruma, sérstaklega á fósturskeiði og í bernsku á meðan kynfæri eru enn að þróast. Á síðustu árum virðist hafa dregið úr frjósemi án þekktra líffræðilegra skýringa og eru hormónaraskandi efni vera ein af ástæðum þessa. Hægt er að forðast slíkum efni að miklu leyti með því að velja umhverfismerktar vörur.
(Sjá frétt Politiken 11. maí).