Fjórði hver svitalyktareyðir fær falleinkunn

deoartikelAf 115 tegundum svitavarnar og svitalyktareyðis sem dönsku neytendasamtökin Tænk tóku fyrir í úttekt sinni á dögunum fengu 33 falleinkun vegna ofnæmisvalda og efna sem talin eru geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Fimmta hvert efni fékk hins vegar ágætiseinkunn. Bakteríudrepandi efnið tríklósan var til staðar í 7 vörutegundum en efnið er talið vera hormónaraskandi auk þess sem það safnast fyrir í náttúrunni. Þá fundust ýmis ilmefni sem geta valdið ofnæmi, þ.á.m. efnið bútýlfenýlmetýlpróíónal, sem auk ofnæmisáhrifa er talið geta stuðlað að skertri frjósemi. Þetta efni fannst í 25 tegundum. Framleiðendur hafa gagnrýnt úttekt Tænk og bent á að styrkur efnanna hafi ekki verið skoðaður heldur eingöngu athugað hvort efnin væru til staðar. Efnanotkun lúti ströngum reglum og því sé ekki ástæða til að óttast. Forsvarsmenn Tænk benda hins vegar á að samverkandi áhrif efna (kokteiláhrif) séu vanmetin í gildandi reglum. Auk þess eigi ilmefni ekkert erindi í vörur af þessu tagi þar sem þau hafi ekkert með virkni vörunnar að gera.
(Lesið frétt á heimasíðu Tænk 6. október).

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s