Vantar fleiri venjulega hjólreiðamenn

Hjól GoodwillRobert Goodwill, aðstoðarráðherra samgöngumála í bresku ríkisstjórninni, hefur lýst þeirri skoðun sinni að þörf sé á að fjölga venjulegu fólki á reiðhjólum, þ.e.a.s. fólki sem hjólar stuttar vegalengdir á hverjum degi í venjulegum fötum með körfu á bögglaberanum. Hann telur hjólreiðamenningu samtímans einkennist um of af „hjólanördum“ í þröngum hjólabúningum á sérútbúnum hjólum, sem taki álíka mikið tillit til bögglaberafólksins og ökumenn til „hjólanördanna“. Til að hjólreiðar verði útbreiddur samgöngumáti þurfi fólki að finnast þær henta sér, jafnvel þótt það sé orðið miðaldra eða yfir kjörþyngd.
(Sjá pistil The Guardian í dag).

Ein hugrenning um “Vantar fleiri venjulega hjólreiðamenn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s