Frá því í maí í vor hafa ferðamenn í Stokkhólmi átt þess kost að ferðast um borgina á reiðhjólum úr tré og kynna sér í leiðinni ýmis verkefni sem stuðla að sjálfbærni borgarinnar. Hjólin voru smíðum hjá grísku fyrirtæki sem alla jafna framleiðir umhverfisvæn rúm. Þau hafa reynst vel og dregið athygli að því sem hægt er að gera til að draga úr áhrifum mannsins á umhverfið. Aðstandendur verkefnisins hafa m.a. verið tilnefndir til sérstakra frumkvöðlaverðlauna Stokkhólmsborgar.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 23. nóvember).