Endurnýting reiðhjóla í góðgerðarskyni

26043_160Bretar geta skilað inn gömlum og biluðum hjólum, fengið 10% afslátt af nýjum og þannig hjálpað til við að auka hreyfanleika bágstaddra í Afríku! Þetta tilboð er hluti af söfnunarátaki bresku góðgerðarsamtakanna Re-Cycle sem hófst í dag. Reiðhjól eru talin mikilvægur liður í útrýmingu fátæktar þar sem þau auðvelda fjölskyldum í dreifbýli að nálgast þjónustu á borð við heilsugæslu, vinnustaði og skóla. Re-Cycle hefur staðið fyrir söfnun sem þessari árlega síðan 1997 og sent um 53 þúsund hjól til Mið- og Suður-Afríku um leið og þau hafa dregið úr magni úrgangs í Bretlandi. Gert er við hjólin áður en þau eru send áleiðis, en auk þess snýst hluti verkefnisins um þjálfun heimamanna í viðhaldi reiðhjóla.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s