Í nóvember voru reiðhjól á götum Kaupmannahafnar í fyrsta sinn fleiri en bílarnir. Samkvæmt umferðartalningu fóru að meðaltali 265.700 hjól um miðborgina á hverjum degi mánaðarins en aðeins 252.600 bílar. Á einu ári hefur hjólaumferð í borginni aukist um 15% á sama tíma og bílaumferð hefur dregist saman um 1%. Forsvarsmenn borgarinnar telja að þessa þróun megi fyrst og fremst rekja til markvissrar stefnumótunar og mikilla fjárfestinga í innviðum fyrir umferð reiðhjóla.
(Sjá frétt The Guardian 30. nóvember).