Hjólað á sólarrafhlöðum

solarstigarÞann 12. nóvember verður fyrsti sólarrafhlöðuhjólastígur heimsins opnaður í úthverfi Amsterdam. Stígurinn er lagður sólarrafhlöðum sem geta framleitt rafmagn sem nægir þremur heimilum. Um er að ræða vinsælan hjólastíg sem um 2.000 manns nýta sér daglega. Til að byrja með verða lagðir 70 m af sólarstíg, en stígurinn verður síðan lengdur í 100 m árið 2016. Framkvæmdin kostar um 3 milljónir evra (um 460 millj. ísl. kr.) og er fjármögnuð af borgaryfirvöldum. Þar sem ekki er hægt að stilla sólarrafhlöðurnar í stígunum eftir stöðu sólar framleiða þær um 30% minna rafmagn en sólarrafhlöður á þökum. Enga að síður telja aðstandendur mikla möguleika leynast í tækninni þar sem byggt er við innviði sem nú þegar eru til staðar. TNO rannsóknarstofnunin, sem þróað hefur þessa tækni, skoðar nú möguleikana á að leggja sólarrafhlöður í vegi og nota raforkuna fyrir umferðarljós og rafbíla.
(Sjá frétt the Guardian 5. nóvember).

Ein hugrenning um “Hjólað á sólarrafhlöðum

  1. Bakvísun: Sólarvegurinn gerir það gott | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s