Vaxandi áhugi á Fairtrade-vörum

inforgrafer-fairtrade-international-2015-2-630x300Sala á Fairtrade vottuðum (réttlætismerktum) vörum á heimsmarkaði jókst um 16% á árinu 2015 frá árinu áður og nam samtals um 7,3 milljörðum evra (um 950 milljörðum ísl. kr.), að því er fram kemur í í ársskýrslu Fairtrade International 2015-2016. Mest varð aukningin i sölu á kakói (27%), kaffi (18%) og bönunum (12%). Samtals náði hreyfingin til um 1,6 milljóna framleiðenda og verkamanna í 75 löndum. Hluti af söluverði Fairtrade-vöru rennur til fjárfestinga og samfélagsverkefna í heimahéraði framleiðandans. Þessar fjárhæðir námu samtals 138 milljónum evra (um 18 milljörðum ísl. kr.) á árinu 2015.
(Sjá fréttatilkynningu Fairtrade í Svíþjóð 8. september).

Fairtrade jólastjarnan frumsýnd

jolastjarnaFyrsta Fairtrademerkta jólastjarnan er komin á markað í Svíþjóð, en blómið er einnig fyrsta pottablómið sem fær Fairtrademerkingu þar í landi. Jólastjörnurnar hefja líf sitt í Eþíópíu en eru þaðan sendar til Svíþjóðar sem græðlingar, þar sem síðasti hluti ræktunarinnar fer fram í gróðrarstöðinni Tågerups Trädgård. Framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar segir að fyrirtækið vilji tryggja góð vinnuskilyrði og mannréttindi fyrir ræktendur auk þess sem hann segir mikil viðskiptatækifæri liggja í vottuninni þar sem eftirspurn eftir Fairtradevörum er mikil í Svíþjóð. Þar hafa Fairtrademerkt blóm m.a. náð miklum vinsældum og í dag er um þriðjungur allra rósa í Svíþjóð vottaðar. Með því að velja Fairtrademerktar jólastjörnur umfram aðrar vinnur maður gegn barnaþrælkun og tryggir að grundvallarmannréttindi séu virt í framleiðsluferlinu.
(Sjá frétt Fairtrade í Svíþjóð 23. nóvember).

Sala á Fairtrade-vörum í Svíþjóð jókst um 37% milli ára

fairtrade_160Sala á Faitrade-vottuðum vörum jókst um 37% í Svíþjóð milli áranna 2013 og 2014 samkvæmt markaðskönnun Fairtrade-samtakanna. Sé litið á fjóra stærstu vöruflokkana sést að sala á bönunum jókst um 95% milli ára, sala á víni um 42%, sala á blómum um 40% og sala á kaffi um 24%. Sala á Faitrade-vottuðum vörum í Svíþjóð nemur nú um 2,7 milljörðum sænskra króna á ári (um 42 milljörðum ísl. kr.). Aukin sala á Fairtrade-vörum helst í hendur við aukna eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum, en um 65% af Fairtrade-vörunum sem seldar voru í Svíþjóð 2014 voru einnig með lífræna vottun. Tölurnar gefa til kynna að neytendur leggi æ meira áherslu á sjálfbæran uppruna vöru og að bændum í þróunarlöndunum séu tryggðar ásættanlegar vinnuaðstæður.
(Sjá frétt sænsku Faitrade samtakanna 23. apríl).

Siðgæðisvottaðir trúlofunarhringar

I_Do_160Fairtrade samtökin í Bretlandi hófu í gær átaksverkefnið „I Do“ sem hvetur fólk í giftingarhugleiðingum til að velja siðgæðisvottaða trúlofunar- og giftingarhringa. Siðgæðisvottað gull tryggir vinnuöryggi, eykur fræðslu, bætir heilsugæslu og tryggir lífsviðurværi verkamanna í gullnámum heimsins. Laun námuverkamanna geta verið allt niður i 1 bandaríkjadollar á dag (um 131 ísl. kr.), auk þess sem verkamennirnir starfa oft við hættulegar aðstæður í daglegri snertingu við efni á borð við kvikasilfur, sýaníð og saltpéturssýru. Verkefnisstjóri „I Do“ segir verkefnið einstaklega mikilvægt vegna þess að „gull er svo falleg vara sem fólk tengir við rómantík og birtu. Með því að nota Fairtrade til að tryggja gegnsæi og sýna uppruna gullsins, verður varan enn sérstakari“.
(Sjá frétt Fairtrade í Bretlandi 13. janúar).

Áskorun um vottuð opinber innkaup

modupp_puff_362Helstu umhverfisvottunarstofur í Svíþjóð hafa skorað á ríki og sveitarfélög að sjá til þess að helmingur opinberra innkaupa verði annað hvort umhverfis- eða siðgæðisvottaður af þriðja aðila fyrir árið 2020. Nú þegar hafa sveitarfélögin Örebro, Eskilstuna og Malmö tekið áskoruninni enda líta þau á vistvæna innkaupastefnu hins opinbera sem mikilvægan þátt í að sýna íbúum gott fordæmi. Áskorunin var gefin út af sjö helstu umhverfis- og siðgæðismerkingum Svíþjóðar, þ.e. Norræna svaninum, Umhverfismerki ESB, Bra Miljöval, Fairtrade, Krav, MSC og TCO Certified. Áskorunin er leið samtakanna til að benda á að nú sé tími til kominn fyrir opinbera geirann að nútímavæða innkaup sín og stuðla að því að Svíþjóð nái innlendum og alþjóðlegum markmiðum í umhverfisvernd og útrýmingu fátæktar. Opinberir aðilar í Svíþjóð kaupa vörur og þjónustu árlega fyrir um 600 milljarða sænskra króna (um 10.000 milljarða ísl. kr.), þannig að aukin áhersla á vottaðar vörur getur haft mikil áhrif á markaðinn.
(Sjá frétt Svansins í Svíþjóð 4. júní).

Annar hver banani í Svíþjóð með Fairtradevottun í árslok

???????????????????????????????Annar hver banani seldur í Svíþjóð verður Fairtrade vottaður í lok 2014 samkvæmt nýjum sölumarkmiðum Fairtradesamtaka Svíþjóðar (Fairtrade Sverige). Samkvæmt upplýsingum frá Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD) eru bananar fjórða mikilvægasta fæðutegundin í heiminum í dag (á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís) en vinnuskilyrði á bananaekrum í framleiðslulöndum eru oft mjög slæm, enda mikil áhersla lögð á að halda framleiðslukostnaði í lágmarki. Mánaðarlaun eru því oft mjög lág, mikið er notað af aðföngum sem eru skaðleg umhverfi og heilsu og oft er stór hluti vinnuafls börn og unglingar. Árið 2013 voru um 9% af bönunum í Svíþjóð Fairtradevottaðir, en til samanburðar má nefna að í Sviss var hlutfallið 55%.
(Sjá frétt Fairtrade Sverige 7. mars).

Réttlætismerking viðurkennd í opinberum innkaupum

FLO ESBStjórnvöld í löndum Evrópusambandsins geta hér eftir tekið fullt tillit til réttlætismerkinga („fairtrade vottunar“) í innkaupum sínum eftir að Evrópuþingið samþykkti nýja tilskipun um opinber innkaup í síðustu viku. Með þessu er staðfest sú niðurstaða Evrópudómstólsins í svonefndu Norður-Hollandsmáli að leyfilegt sé að láta „fairtrade uppruna“ gilda til stiga í opinberum útboðum.
(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade International 17. janúar).

Réttlætismerki í 25 ár

Fairtrade 25 áraRéttlætismerkingar (siðgæðisvottanir (e. Fairtrade)) eiga 25 ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta merkið af þessu tagi var hollenska Max Havelaar merkið, og fyrsta vottaða varan var kaffi frá Mexíkó sem selt var í hollenskum stórmörkuðum haustið 1988. Þetta frumkvæði Hollendinga er orðið að alþjóðlegri hreyfingu og nú eru „Fairtrade-vörur“ seldar fyrir um 4,8 milljarða evra (um 790 milljarða ísl. kr.) á ári. Vottaðar vörur eru um 30.000 talsins, og er áætlað að um 1,35 milljónir bænda og landbúnaðarverkamanna njóti góðs af þessum viðskiptum.
(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade International (FLO) 13. nóvember).

Stóraukin sala á vottuðu kaffi vestanhafs

Rainforest AllianceSala á vottuðum kaffibaunum í Bandaríkjunum og í Kanada jókst verulega á síðasta ári. Þannig jókst innflutningur á réttlætismerktum baunum (e. Fairtrade) til þessara landa um 18% frá árinu áður og nam samtals um 74.000 tonnum. Alls runnu 32 milljónir dollara (tæplega 3,8 milljarðar ísl. kr.) af söluandvirðinu til samfélagsverkefna í heimahögum framleiðenda. Þá náði kaffi með vottun samtakanna Rainforest Alliance 4,5% markaðshlutdeild á heimsvísu á síðasta ári. Árið 2011 var þetta hlutfall 3,3%, og aðeins 1,5% árið 2009. Á árinu 2012 voru seld samtals 375.000 tonn af kaffi með slíka vottun.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Háskólinn á Þelamörk verður réttlætisskóli

fairtrade NorgeStjórn Háskólans á Þelamörk í Noregi hefur samþykkt að skólinn verði fyrsti norski réttlætisháskólinn. Nú þegar hafa allnokkrir skólar í Noregi fengið viðurkenningu sem réttlætisskólar (e. Fairtrade School), en enginn háskóli er í þeim hópi. Til þess að ná þessu markmiði þarf skólinn m.a. að tryggja tiltekið framboð af réttlætismerktum vörum á fundum á vegum skólans, á kaffistofum og annars staðar þar sem vörur á borð við kaffi, sykur og te eru á boðstólum. Þá þarf að vera starfandi sérstakur réttlætisstýrihópur starfsmanna og stúdenta, svo eitthvað sé nefnt.
(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade í Noregi 17. desember).