Annar hver banani í Svíþjóð með Fairtradevottun í árslok

???????????????????????????????Annar hver banani seldur í Svíþjóð verður Fairtrade vottaður í lok 2014 samkvæmt nýjum sölumarkmiðum Fairtradesamtaka Svíþjóðar (Fairtrade Sverige). Samkvæmt upplýsingum frá Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD) eru bananar fjórða mikilvægasta fæðutegundin í heiminum í dag (á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís) en vinnuskilyrði á bananaekrum í framleiðslulöndum eru oft mjög slæm, enda mikil áhersla lögð á að halda framleiðslukostnaði í lágmarki. Mánaðarlaun eru því oft mjög lág, mikið er notað af aðföngum sem eru skaðleg umhverfi og heilsu og oft er stór hluti vinnuafls börn og unglingar. Árið 2013 voru um 9% af bönunum í Svíþjóð Fairtradevottaðir, en til samanburðar má nefna að í Sviss var hlutfallið 55%.
(Sjá frétt Fairtrade Sverige 7. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s