Stóraukin sala á vottuðu kaffi vestanhafs

Rainforest AllianceSala á vottuðum kaffibaunum í Bandaríkjunum og í Kanada jókst verulega á síðasta ári. Þannig jókst innflutningur á réttlætismerktum baunum (e. Fairtrade) til þessara landa um 18% frá árinu áður og nam samtals um 74.000 tonnum. Alls runnu 32 milljónir dollara (tæplega 3,8 milljarðar ísl. kr.) af söluandvirðinu til samfélagsverkefna í heimahögum framleiðenda. Þá náði kaffi með vottun samtakanna Rainforest Alliance 4,5% markaðshlutdeild á heimsvísu á síðasta ári. Árið 2011 var þetta hlutfall 3,3%, og aðeins 1,5% árið 2009. Á árinu 2012 voru seld samtals 375.000 tonn af kaffi með slíka vottun.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s