Fairtrade jólastjarnan frumsýnd

jolastjarnaFyrsta Fairtrademerkta jólastjarnan er komin á markað í Svíþjóð, en blómið er einnig fyrsta pottablómið sem fær Fairtrademerkingu þar í landi. Jólastjörnurnar hefja líf sitt í Eþíópíu en eru þaðan sendar til Svíþjóðar sem græðlingar, þar sem síðasti hluti ræktunarinnar fer fram í gróðrarstöðinni Tågerups Trädgård. Framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar segir að fyrirtækið vilji tryggja góð vinnuskilyrði og mannréttindi fyrir ræktendur auk þess sem hann segir mikil viðskiptatækifæri liggja í vottuninni þar sem eftirspurn eftir Fairtradevörum er mikil í Svíþjóð. Þar hafa Fairtrademerkt blóm m.a. náð miklum vinsældum og í dag er um þriðjungur allra rósa í Svíþjóð vottaðar. Með því að velja Fairtrademerktar jólastjörnur umfram aðrar vinnur maður gegn barnaþrælkun og tryggir að grundvallarmannréttindi séu virt í framleiðsluferlinu.
(Sjá frétt Fairtrade í Svíþjóð 23. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s