Jólakveðja

hvittrebjVefsíðan 2020.is óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, þakkar þeim samfylgdina á árinu og óskar þeim og afkomendum þeirra friðar og farsældar. Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur nær engin virkni verið á síðunni síðustu tvo mánuði. Þetta stafar af annríki ritstjóra við önnur verk, sem hafa forgang þegar á reynir. Þetta ástand mun vara í það minnsta út janúar. Beðist er velvirðingar á þeim tómleika sem þetta kann að valda.

Endurnýjanleg orka úr 15.000 tonnum af jólamat

Biogen-Xmas-food-waste (160x80)Meira en 15.000 tonn af matarafgöngum frá nýafstöðnum jólum voru nýtt af fyrirtækinu Biogen í Bretlandi til að framleiða hátíðlega endurnýjanlega orku, en magnið samsvarar þyngd 45 Boeing 747 flugvéla. Þar sem um 30% meira af matarúrgangi fellur til yfir hátíðarnar en á öðrum tímum ákvað fyrirtækið að haga málum þannig að hægt væri að nýta stærstan hluta úrgangsins til raforkuframleiðslu og framleiðslu á jarðvegsbæti. Þetta var m.a. gert með auknu samstarfi við stóra viðskiptavini á borð við sveitarfélög, smásala og veitingahúsakeðjur, en þar að auki unnu starfsmenn yfir jólin við að meðhöndla þann úrgang sem til féll. Með því að nýta úrganginn var hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda við urðun, auk þess sem fyrirtækið gat aukið framleiðslu sína og þar með hagnað.
(Sjá frétt Sustainable Review 11. janúar).

Jólafrí

Jólaterta BjörkVefsíðan 2020.is óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, þakkar þeim samfylgdina á árinu og óskar þeim friðar og farsældar sem er gerð til að endast. Fyrsti umhverfisfróðleiksmolinn á nýju ári mun birtast á síðunni fimmtudaginn 7. janúar 2016.

Fairtrade jólastjarnan frumsýnd

jolastjarnaFyrsta Fairtrademerkta jólastjarnan er komin á markað í Svíþjóð, en blómið er einnig fyrsta pottablómið sem fær Fairtrademerkingu þar í landi. Jólastjörnurnar hefja líf sitt í Eþíópíu en eru þaðan sendar til Svíþjóðar sem græðlingar, þar sem síðasti hluti ræktunarinnar fer fram í gróðrarstöðinni Tågerups Trädgård. Framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar segir að fyrirtækið vilji tryggja góð vinnuskilyrði og mannréttindi fyrir ræktendur auk þess sem hann segir mikil viðskiptatækifæri liggja í vottuninni þar sem eftirspurn eftir Fairtradevörum er mikil í Svíþjóð. Þar hafa Fairtrademerkt blóm m.a. náð miklum vinsældum og í dag er um þriðjungur allra rósa í Svíþjóð vottaðar. Með því að velja Fairtrademerktar jólastjörnur umfram aðrar vinnur maður gegn barnaþrælkun og tryggir að grundvallarmannréttindi séu virt í framleiðsluferlinu.
(Sjá frétt Fairtrade í Svíþjóð 23. nóvember).

Umhverfisjóladagatal Svía komið á netið

joladagatalÍ dag er fyrsti dagurinn í flestum sjónvarps-, súkkulaði- og umhverfisjóladagatölum! Sænsku umhverfissamtökin Håll Sverige Rent hafa útbúið sérstakt umhverfisjóladagatal fyrir börn í 1.-6. bekk grunnskóla þar sem lögð er áhersla á skemmtilega fræðslu um sænsku umhverfismarkmiðin (hin svokölluðu Miljömål). Dagatalið er gefið út á netinu með leiðbeiningum fyrir kennara. Í fyrsta glugganum stendur „Hvað vitið þið mikið um fiska? Við ætlum að komast að því í dag“. Glugginn leiðir börnin svo á sérstaka síðu þar sem finna má fræðslu um fiska í hafinu í kringum Svíþjóð og í stöðuvötnum landsins. Dagurinn er tileinkaður umhverfismarkmiðinu um „Heilbrigð höf og vötn“.
(Sjá heimasíðu Håll Sverige Rent í dag).

Jólafrí

bjallaVefsíðan 2020.is óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, þakkar þeim samfylgdina á árinu og óskar þeim friðar og farsældar á nýju ári. Fyrsti umhverfisfróðleiksmolinn á nýja árinu mun birtast á síðunni mánudaginn 5. janúar 2015.

Matvöruverslanir berjast gegn fitu í frárennsli

turkeyBresku matvöruverslunarkeðjurnar Sainsbury’s og Waitrose hafa sett í gang verkefni í samstarfi við tólf vatnsveitur víða um land með það að markmiði að draga úr magni fitu sem berst í frárennsli frá heimilum. Yfir hátíðirnar er gríðarlegu magni af fljótandi fitu skolað niður og þegar fitan harðnar veldur hún stíflum í frárennsli. Á síðasta ári átti fita þannig stærstan hlut í rúmlega 2.600 stíflutilfellum í Yorkshire héraði, sem í mörgum tilvikum leiddu til vatnsskaða á heimilum og í fyrirtækjum. Um hátíðarnar munu verslanir Sainsbury’s og Waitrose gefa viðskiptavinum sínum meira en 200.000 stykki af margnota fitusíum (EkoFunnel og Fat Trap) sem hægt er að nota til að sía fituna frá og koma henni í endurvinnslu eða förgun með öðrum heimilisúrgangi.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Jólafrí

Jolamynd13Vefsíðan 2020.is er komin í langt jólafrí og verður næst uppfærð þriðjudaginn 7. janúar 2014. Síðan þakkar fyrir samfylgdina á árinu, óskar lesendum sínum gleðilegrar og efnislítillar jólahátíðar, minnir þá á að geyma nýtilegan jólapappír til næstu jóla, og vonar að næsta ár verði þeim öllum farsælt og friðsamt.

Svansmerktur jólapappír loks fáanlegur í Noregi

Svansmerktur jólapappír 160Nú geta norskir neytendur í fyrsta sinn keypt Svansmerktan jólapappír, en hafin er framleiðsla á slíkum pappír í prentsmiðjunni Grøset. Svansmerkið tryggir að pappírinn uppfylli gæðakröfur og að í honum séu engin skaðleg litarefni eða yfirborðsefni. Þetta þýðir jafnframt að flokka má pappírinn með öðrum pappír til endurvinnslu, en venjulegur jólapappír er yfirleitt ónothæfur til slíks vegna efnainnihalds o.fl.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 6. desember).

Grænn jólasveinn væntanlegur

Grænn jóliÞær fréttir berast nú utan úr hinum stóra heimi að ameríski jólasveinninn hyggist hætta að klæðast rauða búningnum sem ónefnt drykkjarvörufyrirtæki útvegaði honum á 3. áratug síðustu aldar. Að sögn jólasveinsins hefur honum þótt gaman að kynna umrædda drykki en nú finnst honum kominn tími á breytingar, enda hafi ánægjan í starfinu minnkað, öfugt við mittismálið. Fyrir jólin sem nú nálgast mun jólasveinninn því klæðast grænum búningi, auk þess sem búist er við verulegum áherslubreytingum í gjafavali. Lögð verður áhersla á góðar gjafir í anda grænni jóla, í stað gjafa sem fara fljótlega í ruslið og enda í einhverri holu í jörðinni.
(Sjá frétt ENN 12. nóvember).