Meira en 15.000 tonn af matarafgöngum frá nýafstöðnum jólum voru nýtt af fyrirtækinu Biogen í Bretlandi til að framleiða hátíðlega endurnýjanlega orku, en magnið samsvarar þyngd 45 Boeing 747 flugvéla. Þar sem um 30% meira af matarúrgangi fellur til yfir hátíðarnar en á öðrum tímum ákvað fyrirtækið að haga málum þannig að hægt væri að nýta stærstan hluta úrgangsins til raforkuframleiðslu og framleiðslu á jarðvegsbæti. Þetta var m.a. gert með auknu samstarfi við stóra viðskiptavini á borð við sveitarfélög, smásala og veitingahúsakeðjur, en þar að auki unnu starfsmenn yfir jólin við að meðhöndla þann úrgang sem til féll. Með því að nýta úrganginn var hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda við urðun, auk þess sem fyrirtækið gat aukið framleiðslu sína og þar með hagnað.
(Sjá frétt Sustainable Review 11. janúar).