Nú geta norskir neytendur í fyrsta sinn keypt Svansmerktan jólapappír, en hafin er framleiðsla á slíkum pappír í prentsmiðjunni Grøset. Svansmerkið tryggir að pappírinn uppfylli gæðakröfur og að í honum séu engin skaðleg litarefni eða yfirborðsefni. Þetta þýðir jafnframt að flokka má pappírinn með öðrum pappír til endurvinnslu, en venjulegur jólapappír er yfirleitt ónothæfur til slíks vegna efnainnihalds o.fl.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 6. desember).