Umhverfisjóladagatal Svía komið á netið

joladagatalÍ dag er fyrsti dagurinn í flestum sjónvarps-, súkkulaði- og umhverfisjóladagatölum! Sænsku umhverfissamtökin Håll Sverige Rent hafa útbúið sérstakt umhverfisjóladagatal fyrir börn í 1.-6. bekk grunnskóla þar sem lögð er áhersla á skemmtilega fræðslu um sænsku umhverfismarkmiðin (hin svokölluðu Miljömål). Dagatalið er gefið út á netinu með leiðbeiningum fyrir kennara. Í fyrsta glugganum stendur „Hvað vitið þið mikið um fiska? Við ætlum að komast að því í dag“. Glugginn leiðir börnin svo á sérstaka síðu þar sem finna má fræðslu um fiska í hafinu í kringum Svíþjóð og í stöðuvötnum landsins. Dagurinn er tileinkaður umhverfismarkmiðinu um „Heilbrigð höf og vötn“.
(Sjá heimasíðu Håll Sverige Rent í dag).

Ein hugrenning um “Umhverfisjóladagatal Svía komið á netið

  1. Bakvísun: Umhverfisjóladagatal Svía komið á netið | Bloggsíða Stefáns Gíslasonar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s