Bresku matvöruverslunarkeðjurnar Sainsbury’s og Waitrose hafa sett í gang verkefni í samstarfi við tólf vatnsveitur víða um land með það að markmiði að draga úr magni fitu sem berst í frárennsli frá heimilum. Yfir hátíðirnar er gríðarlegu magni af fljótandi fitu skolað niður og þegar fitan harðnar veldur hún stíflum í frárennsli. Á síðasta ári átti fita þannig stærstan hlut í rúmlega 2.600 stíflutilfellum í Yorkshire héraði, sem í mörgum tilvikum leiddu til vatnsskaða á heimilum og í fyrirtækjum. Um hátíðarnar munu verslanir Sainsbury’s og Waitrose gefa viðskiptavinum sínum meira en 200.000 stykki af margnota fitusíum (EkoFunnel og Fat Trap) sem hægt er að nota til að sía fituna frá og koma henni í endurvinnslu eða förgun með öðrum heimilisúrgangi.
(Sjá frétt EDIE í dag).