Lifnað úr dvala á 7 ára afmælinu

Í dag eru liðin 7 ár frá því að fyrsta færslan birtist á 2020.is og samtals eru færslurnar orðnar 836 talsins. Í tilefni af þessu, með nálægð ársins 2020 í huga og í samræmi við boðskap fyrstu færslunnar, mun síðan lifna við frá og með mánudeginum 2. september.

Langt hlé

Hítarvatn 2017Eins og sjá má hefur vefsíðan 2020.is legið óhreyfð um nokkurt skeið. Þessu veldur annríki ritstjóra við launuð störf. Ekki eru horfur á að úr rætist fyrr en með haustinu (2018). Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu ástandi.

Jólakveðja

hvittrebjVefsíðan 2020.is óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, þakkar þeim samfylgdina á árinu og óskar þeim og afkomendum þeirra friðar og farsældar. Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur nær engin virkni verið á síðunni síðustu tvo mánuði. Þetta stafar af annríki ritstjóra við önnur verk, sem hafa forgang þegar á reynir. Þetta ástand mun vara í það minnsta út janúar. Beðist er velvirðingar á þeim tómleika sem þetta kann að valda.

Hættan á kjarnorkuslysum vanmetin

nuclear-dangerLíkurnar á kjarnorkuslysum á borð við þau sem urðu í Chernobyl í Úkraínu 1986 og í Fukushima í Japan 2011 eru vanmetnar að því er fram kemur í greinum sérfræðinga um áhættumat sem birtust nýlega í tímaritunum Energy Research & Social Science og Risk Analysis. Vissulega er tíðni kjarnorkuslysa á niðurleið en slysið sem verða eru þeim mun stærri. Höfundar greinanna telja meira en 50% líkur á að slys af svipaðri stærð og í Chernobyl og Fukushima verði einu sinni til tvisvar á öld og meira en 50% líkur á að slys á borð við það sem varð á Þriggjamílnaey í Bandaríkjunum 1979 verði á 10-20 ára fresti. Auk heldur sé aðferðum sem notaðar eru til að meta alvarleika og kostnað af kjarnorkuslysum áfátt. Þess má geta að heildartjón vegna slyssins í Chernobyl er nú metið á 259 milljarða dollara eða sem samsvarar tæplega 30 þúsund milljörðum ísl. kr.
(Sjá frétt Science Daily 19. september).