Bestu burðarpokarnir eru þeir sem maður notar oftast

b6b7f6dee9d3b68b_800x800arUmhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru notaðir oftast, að því er fram kemur í nýrri úttekt Neytendafélags Stokkhólms (KfS). Þetta gildir um alla poka, hvort sem þeir eru gerðir úr plasti eða öðrum efnum. Bómullarpokar eru þannig ekki endilega bestir, enda er framleiðsla á bómull mjög frek á auðlindir. Slíkan poka þarf að nota mörghundruð sinnum til að hann komi betur út en lífplastpoki úr sykurreyr sem notaður er einu sinni. KfS mælir helst með pokum úr endurunnu pólýester, svo sem úr gosflöskum eða fatnaði. Slíkan poka þarf að nota 10-40 sinnum til að hann jafnist á við sykurreyrpokann. Þessir pokar eru efnislitlir og því auðvelt að brjóta þá saman og geyma í vasa eða veski. Þar með aukast líkurnar á að þeir séu notaðir aftur og aftur. Árlega nota Svíar um 1,3 milljarða burðarpoka úr plasti og um 60 milljónir poka úr öðrum efnum.
(Sjá fréttatilkynningu KfS 26. janúar).

70% minni plastpokasala í Wales eftir að gjaldtaka hófst

2216Í Wales hefur sala einnota burðarpoka úr plasti minnkað um 70% eftir að 5 pensa gjald (um 10 ísl. kr.) var lagt á pokana árið 2011. U.þ.b. þrír af hverjum fjórum neytendum eru ánægðir með gjaldtökuna og nær 90% verslunareigenda segja að hún haft jákvæð eða engin áhrif á viðskiptin. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt hefur gjaldið gefið af sér um 20 milljónir sterlingspunda (um 4 milljarða ísl. kr.) sem runnið hafa til góðargerðarmála. Carl Sargeant, náttúruauðlindaráðherra Wales, segir að gjaldtakan hafi leitt til afgerandi breytinga á neyslumynstri fólks og haft mikilvæg jákvæð áhrif á umhverfið.
(Sjá frétt The Guardian 4. september).

Skotar leggja gjald á plastpoka

plastpokar_skotlandSkoska þingið hefur samþykkt að sérstakt gjald verði lagt á sölu einnota plastpoka frá og með 20. október næstkomandi. Gjaldið verður a.m.k. 5 bresk pens (um 10 ísl. kr.) á hvern poka og mun peningurinn renna til góðgerðarmála. Yfirvöld vona að gjaldtakan leiði til aukinnar umhverfisvitundar og fái fólk til að nota margnota poka eða nota hvern plastpoka oftar. Samtökin Zero Waste Scotland munu vinna með yfirvöldum og söluaðilum að innleiðingu gjaldsins.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Hættuleg efni í burðarpokum

Burðarpoki crNokkrar tegundir burðarpoka fyrir börn innihalda efni sem talin eru líklegir krabbameinsvaldar, geta truflað hormónastarfsemi líkamans og dregið úr frjósemi. Þetta kom í ljós í könnun dönsku neytendasamtakanna Tænk í síðasta mánuði. Þar voru tólf mismunandi vörur af þessu tagi teknar til skoðunar og reyndust þrjár þeirra innihalda hættuleg efni. Þetta voru burðarpokar af tegundunum Britax og Stokke MyCarrier og burðarsjalið Babylonia BB-sling. Tvær þær fyrrnefndu innhéldu varasöm eldvarnarefni og í burðarsjalinu leyndust nonýlfenólethoxýlöt (NPE). Nýlega var samþykkt að banna notkun tiltekinna eldvarnarefna í leikföng innan ESB en bannið nær ekki til burðarpoka, enda þótt börn komist ekki síður í nána snertingu við þá en við leikföngin.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk í dag).