Skoska þingið hefur samþykkt að sérstakt gjald verði lagt á sölu einnota plastpoka frá og með 20. október næstkomandi. Gjaldið verður a.m.k. 5 bresk pens (um 10 ísl. kr.) á hvern poka og mun peningurinn renna til góðgerðarmála. Yfirvöld vona að gjaldtakan leiði til aukinnar umhverfisvitundar og fái fólk til að nota margnota poka eða nota hvern plastpoka oftar. Samtökin Zero Waste Scotland munu vinna með yfirvöldum og söluaðilum að innleiðingu gjaldsins.
(Sjá frétt EDIE í gær).