70% minni plastpokasala í Wales eftir að gjaldtaka hófst

2216Í Wales hefur sala einnota burðarpoka úr plasti minnkað um 70% eftir að 5 pensa gjald (um 10 ísl. kr.) var lagt á pokana árið 2011. U.þ.b. þrír af hverjum fjórum neytendum eru ánægðir með gjaldtökuna og nær 90% verslunareigenda segja að hún haft jákvæð eða engin áhrif á viðskiptin. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt hefur gjaldið gefið af sér um 20 milljónir sterlingspunda (um 4 milljarða ísl. kr.) sem runnið hafa til góðargerðarmála. Carl Sargeant, náttúruauðlindaráðherra Wales, segir að gjaldtakan hafi leitt til afgerandi breytinga á neyslumynstri fólks og haft mikilvæg jákvæð áhrif á umhverfið.
(Sjá frétt The Guardian 4. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s