Dregur loks úr kolabrennslu í Kína

coal_china_160Á árinu 2014 varð í fyrsta sinn samdráttur í kolanotkun Kínverja, en þennan samdrátt má rekja til hraðrar uppbyggingar endurnýjanlegra orkuvera, aukinnar orkunýtni og minnkandi áherslu stjórnvalda á uppbyggingu stóriðju. Kolanotkunin minnkaði þannig um 2,1% milli áranna 2013 og 2014, en hafði áður aukist jafnt og þétt síðan í byrjun aldarinnar í takt við vaxandi þjóðarframleiðslu. Aðgerðir stjórnvalda í Kína til að draga úr kolanotkun stuðla að bættum loftgæðum en eru jafnframt undirstaða þess að Kína geti staðið við nýgerðan samning við Bandaríkin varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Helmingur af þeirri aukningu sem orðið hefur á CO2-losun í heiminum síðustu 10 ár á rætur að rekja til vaxandi kolabrennslu í Kína.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Skip skylduð til að mæla CO2-losun

Shipping CO2 emissions : Ship starting her diesel enginesEvrópusambandið hefur samþykkt nýjar reglur sem skylda skipafélög til að mæla koltvísýringslosun skipaflotans frá og með árinu 2018. Reglurnar eru fyrsta skref ESB til að draga úr losun frá skipum en alþjóðlegir skipaflutningar eru ábyrgir fyrir um 3% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Ákvörðun ESB er rökstudd með útreikningum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem sýna að ef ekkert verður að gert muni losun vegna skipaflutninga verða komin í 18% af heildarlosuninni árið 2050. Hinar nýju reglur kveða ekki á um losunarþak, heldur skuldbinda þær flutningaskip yfir 5.000 tonnum til að fylgjast með losuninni. Alþjóðlegir skipaflutningar munu því enn um sinn standa utan við viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir (e. Emission Trading Scheme (ETS)). Engu að síður telur umhverfisráðherra Ítalíu, sem nú gegnir hlutverki formennskuríkis í sambandinu, að reglugerðin hafi mikið gildi í pólitísku og tæknilegu tilliti.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Trilljón tonna yfirlýsingin undirrituð af 70 fyrirtækjum

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Sjötíu stórfyrirtæki, þ.á.m. Shell, BT, Unilever og EDF Energy, hafa undirritað svonefnda Trilljón tonna yfirlýsingu (e. Trillion tonne communiqué), þar sem þau skora á stjórnvöld að móta skýra stefnu til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum.Trilljón tonnin (þúsund milljarðar tonna eða billjón tonn skv. íslenskri málvenju), sem yfirlýsingin dregur nafn sitt af er sú samanlagða heildarlosun kolefnis út í andrúmsloftið sem Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) áætlar að muni leiða til tveggja gráðu meðalhækkunar hitastigs á jörðinni. Fyrirtækin vilja að stjórnvöld ríkja heims komi í veg fyrir að heildarlosun fari yfir þessi mörk. Niall Dunne, sjálfbærnistjóri BT, sgir að „við þurfum að komast yfir þann hugsunarhátt að framsækin stefna í loftslagsmálum sé slæm fyrir fyrirtækin. Hún geti verið mikill hvati til nýsköpunar og ýtt undir hagvöxt og velmegun“. Ekkert fyrirtæki sem hann viti um hafi ekki nú þegar orðið fyrir einhverjum áhrifum loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Næststærsti kolefnismarkaður í heimi opnaður í Guangdong

???????????????????????????????Í næsta mánuði verður opnaður markaður með kolefnislosunarheimildir í Guangdonghéraði í Kína, en þar búa rúmlega 100 milljón manns. Þetta verður næststærsti markaður sinnar tegundar í heiminum, næst á eftir kolefnismarkaði ESB. Markaðurinn í Guangdong miðast við að losun 202 aðildarfyrirtækja verði ekki meiri en 350 milljón tonn á yfirstandandi ári. Til að byrja með verður stærstum hluta kvótans úthlutað án endurgjalds, en tiltekinn hluti verður seldur á uppboðsmarkaði stjórnvalda. Í árslok verður síðan opnað fyrir endursölu. Stofnun kolefnismarkaða í Kína tekur mið af því fyrirheiti Kínverja að draga úr losun koltvísýrings um 45% á hverja einingu vergrar landsframleiðslu fyrir árið 2020.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Samdráttur í losun fylgir ekki samdrætti í landsframleiðslu

Losun gróðurhúsalofttegunda eykst á hagvaxtarskeiðum, en minnkar ekki að sama skapi á samdráttarskeiðum ef marka má rannsókn Richards York við Háskólann í Oregon, byggða á hagvaxtartölum 150 þjóða á tímabilinu 1960-2008. Koltvísýringslosun jókst að meðaltali um 0,73% fyrir hvert 1% aukinnar landsframleiðslu, en drógst saman um 0,43% þegar landsframleiðslan minnkaði um 1%. Því er sem sagt ekki að treysta að álag á umhverfið minnki sjálfkrafa í takt við efnahagslegan samdrátt.
(Sjá nánar í frétt PlanetArk í gær).