Sjötíu stórfyrirtæki, þ.á.m. Shell, BT, Unilever og EDF Energy, hafa undirritað svonefnda Trilljón tonna yfirlýsingu (e. Trillion tonne communiqué), þar sem þau skora á stjórnvöld að móta skýra stefnu til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum.Trilljón tonnin (þúsund milljarðar tonna eða billjón tonn skv. íslenskri málvenju), sem yfirlýsingin dregur nafn sitt af er sú samanlagða heildarlosun kolefnis út í andrúmsloftið sem Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) áætlar að muni leiða til tveggja gráðu meðalhækkunar hitastigs á jörðinni. Fyrirtækin vilja að stjórnvöld ríkja heims komi í veg fyrir að heildarlosun fari yfir þessi mörk. Niall Dunne, sjálfbærnistjóri BT, sgir að „við þurfum að komast yfir þann hugsunarhátt að framsækin stefna í loftslagsmálum sé slæm fyrir fyrirtækin. Hún geti verið mikill hvati til nýsköpunar og ýtt undir hagvöxt og velmegun“. Ekkert fyrirtæki sem hann viti um hafi ekki nú þegar orðið fyrir einhverjum áhrifum loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt The Guardian í gær).