Næststærsti kolefnismarkaður í heimi opnaður í Guangdong

???????????????????????????????Í næsta mánuði verður opnaður markaður með kolefnislosunarheimildir í Guangdonghéraði í Kína, en þar búa rúmlega 100 milljón manns. Þetta verður næststærsti markaður sinnar tegundar í heiminum, næst á eftir kolefnismarkaði ESB. Markaðurinn í Guangdong miðast við að losun 202 aðildarfyrirtækja verði ekki meiri en 350 milljón tonn á yfirstandandi ári. Til að byrja með verður stærstum hluta kvótans úthlutað án endurgjalds, en tiltekinn hluti verður seldur á uppboðsmarkaði stjórnvalda. Í árslok verður síðan opnað fyrir endursölu. Stofnun kolefnismarkaða í Kína tekur mið af því fyrirheiti Kínverja að draga úr losun koltvísýrings um 45% á hverja einingu vergrar landsframleiðslu fyrir árið 2020.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s