Tugir milljarða í hagsmunagæslu olíurisa

Frá árinu 2010 hafa fimm af stærstu olíufyrirtækjum heims, þ.e.a.s. BP, Shell, Chevron, ExxonMobil og Total, varið samtals 251 milljón evra (um 35 milljörðum ísl. kr.) í hagsmunagæslu til að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins. Þessu til viðbótar hafa samtök á vegum fyrirtækjanna notað 128 milljónir evra (um 18 milljarða ísl. kr.) í sama tilgangi. Þá hafa fulltrúar fyrirtækjanna haldið 327 fundi með embættismönnum sambandsins frá því á árinu 2014. Þessar tölur koma fram í nýrri skýrslu Corporate Europe Observatory og fleiri aðila. Þar er reyndar bent á að þetta sé bara toppurinn á ískjakanum, því að tölur hafi ekki fengist frá öllum fyrirtækjunum öll árin og auk þess séu útgjöld sem tengjast þjóðþingum og stofnunum einstakra landa ekki meðtalin. Að mati skýrsluhöfunda hefur þessum fyrirtækjum tekist að seinka, veikja og spilla fyrir aðgerðum Evrópusambandsins í loftslagsmálum. Kominn sé tími til að byggja eldvegg á milli fyrirtækjanna og stjórnvalda.
(Sjá frétt The Guardian í dag).

Shell sektað vegna brota á lögum um loftgæði

shell_160Olíurisinn Shell þarf að greiða um 1 milljón bandaríkjadala (um 132 millj. ísl. kr.) í skaðabætur vegna brota á bandarísku loftgæðalögunum (the Clean Air Act). Umhverfisstofnun Bandaríkjanna kærði Shell vegna fjögurra atriða sem tengdust sölu og merkingu á eldsneyti. Þannig stóðust ekki upplýsingar fyrirtækisins um brennisteinsinnihald eldsneytis, sem sagt var innihalda minna en 15 ppm af brennisteini en innihélt í raun allt að 500 ppm. Einnig reyndist eldsneytið í einhverjum tilvikum innihalda of mikið af etanóli og vera of rokgjarnt, auk þess sem fyrirtækið hafði vanrækt lögbundið eftirlit og skráningu. Magn brennisteins og hlutfall etanóls í eldsneyti hefur mikil áhrif á loftgæði auk þess sem rokgjarnt eldsneyti stuðlar að ósonmyndun við yfirborð jarðar.
(Sjá frétt ENN 20. janúar).

Trilljón tonna yfirlýsingin undirrituð af 70 fyrirtækjum

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Sjötíu stórfyrirtæki, þ.á.m. Shell, BT, Unilever og EDF Energy, hafa undirritað svonefnda Trilljón tonna yfirlýsingu (e. Trillion tonne communiqué), þar sem þau skora á stjórnvöld að móta skýra stefnu til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum.Trilljón tonnin (þúsund milljarðar tonna eða billjón tonn skv. íslenskri málvenju), sem yfirlýsingin dregur nafn sitt af er sú samanlagða heildarlosun kolefnis út í andrúmsloftið sem Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) áætlar að muni leiða til tveggja gráðu meðalhækkunar hitastigs á jörðinni. Fyrirtækin vilja að stjórnvöld ríkja heims komi í veg fyrir að heildarlosun fari yfir þessi mörk. Niall Dunne, sjálfbærnistjóri BT, sgir að „við þurfum að komast yfir þann hugsunarhátt að framsækin stefna í loftslagsmálum sé slæm fyrir fyrirtækin. Hún geti verið mikill hvati til nýsköpunar og ýtt undir hagvöxt og velmegun“. Ekkert fyrirtæki sem hann viti um hafi ekki nú þegar orðið fyrir einhverjum áhrifum loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Shell í vanda við Alaska

67519Í framhaldi af strandi Kulluk olíupallsins við Sitkalidakeyju við Alaska á nýársnótt eykst nú þrýstingur á ríkisstjórn Baracks Obama að fresta öllum frekari áætlunum um olíuboranir á Norðurheimskautssvæðinu. Forsvarsmenn olíufélagsins Shell, sem er eigandi pallsins, leggja á það áherslu að strandið hafi átt sér stað við flutning á pallinum og hafi ekkert með olíuboranir að gera sem slíkar. Umhverfisverndarsamtök benda hins vegar á að strandið sé sönnun þess að olíufélög geti ekki fyrirbyggt umhverfisslys í tengslum við olíuvinnsluna. Frá því á árinu 2005 hefur Shell varið um 4,5 milljörðum dollara (um 600 milljörðum ísl. kr.) í undirbúning olíuvinnslu á norðurheimskautssvæðinu við Alaska, en enn hefur ekki reynst unnt að hefja boranir.
(Sjá frétt PlanetArk 4. janúar).