Skip skylduð til að mæla CO2-losun

Shipping CO2 emissions : Ship starting her diesel enginesEvrópusambandið hefur samþykkt nýjar reglur sem skylda skipafélög til að mæla koltvísýringslosun skipaflotans frá og með árinu 2018. Reglurnar eru fyrsta skref ESB til að draga úr losun frá skipum en alþjóðlegir skipaflutningar eru ábyrgir fyrir um 3% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Ákvörðun ESB er rökstudd með útreikningum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem sýna að ef ekkert verður að gert muni losun vegna skipaflutninga verða komin í 18% af heildarlosuninni árið 2050. Hinar nýju reglur kveða ekki á um losunarþak, heldur skuldbinda þær flutningaskip yfir 5.000 tonnum til að fylgjast með losuninni. Alþjóðlegir skipaflutningar munu því enn um sinn standa utan við viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir (e. Emission Trading Scheme (ETS)). Engu að síður telur umhverfisráðherra Ítalíu, sem nú gegnir hlutverki formennskuríkis í sambandinu, að reglugerðin hafi mikið gildi í pólitísku og tæknilegu tilliti.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s