Dregur loks úr kolabrennslu í Kína

coal_china_160Á árinu 2014 varð í fyrsta sinn samdráttur í kolanotkun Kínverja, en þennan samdrátt má rekja til hraðrar uppbyggingar endurnýjanlegra orkuvera, aukinnar orkunýtni og minnkandi áherslu stjórnvalda á uppbyggingu stóriðju. Kolanotkunin minnkaði þannig um 2,1% milli áranna 2013 og 2014, en hafði áður aukist jafnt og þétt síðan í byrjun aldarinnar í takt við vaxandi þjóðarframleiðslu. Aðgerðir stjórnvalda í Kína til að draga úr kolanotkun stuðla að bættum loftgæðum en eru jafnframt undirstaða þess að Kína geti staðið við nýgerðan samning við Bandaríkin varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Helmingur af þeirri aukningu sem orðið hefur á CO2-losun í heiminum síðustu 10 ár á rætur að rekja til vaxandi kolabrennslu í Kína.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s