Losun gróðurhúsalofttegunda eykst á hagvaxtarskeiðum, en minnkar ekki að sama skapi á samdráttarskeiðum ef marka má rannsókn Richards York við Háskólann í Oregon, byggða á hagvaxtartölum 150 þjóða á tímabilinu 1960-2008. Koltvísýringslosun jókst að meðaltali um 0,73% fyrir hvert 1% aukinnar landsframleiðslu, en drógst saman um 0,43% þegar landsframleiðslan minnkaði um 1%. Því er sem sagt ekki að treysta að álag á umhverfið minnki sjálfkrafa í takt við efnahagslegan samdrátt.
(Sjá nánar í frétt PlanetArk í gær).