Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur tilkynnt að frá og með árinu 2022 skuli allar nýbyggingar sem fjármagnaðar eru af franska ríkinu vera að minnsta kosti að hálfu leyti byggðar úr timbri. Þetta er liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að ýta undir sjálfbæra borgarþróun. Áður höfðu borgaryfirvöld í París lýst því yfir að timbur verði notað í auknum mæli sem byggingarefni fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Þannig verða allar byggingar sem reistar verða í tengslum við leikana, og eru 8 hæðir eða minna, alfarið reistar úr timbri.
(Sjá frétt Planet/Ark Reuter 7. febrúar).
Greinasafn fyrir merki: París
28% fjárfestinga Alþjóðabankans í loftslagsaðgerðir
Alþjóðabankinn (World Bank) mun hér eftir láta 28% af fjárfestingum sínum renna til loftslagsverkefna, auk þess allar ákvarðanir um fjármögnun verkefna munu taka mið af loftslagsmálum. Alþjóðabankinn er stærsti aðilinn sem veitir fé til þróunarríkja og því getur þessi áherslubreyting haft gríðarleg áhrif á möguleika þróunarríkjanna til að sporna við loftslagsbreytingum. Þegar þessi áherslubreyting var kynnt sagði Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans m.a.: „Við erum að bregðast skjótt við til að hjálpa löndum til að auka nýtingu endurnýjanlega orkugjafa, draga úr kolefnisháðum orkugjöfum, þróa sjálfbær samgöngukerfi og byggja sjálfbærar, íbúavænar borgir fyrir sífellt fleiri þéttbýlisbúa. Þróunarríkin vilja hjálp frá okkur við að hrinda landsáætlunum sínum í lofslagsmálum í framkvæmd og við ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim“.
(Sjá frétt the Guardian 7. apríl).
90 nýjar hleðslustöðvar fyrir COP21 í París
Bílaframleiðandinn Renault-Nissan ætlar að setja upp 90 nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla í París áður en loftslagsráðstefnan COP21 hefst þar um mánaðarmótin. Verkið er unnið í samvinnu við borgaryfirvöld í París og orkufyrirtækið Schneider Electric, en bílaframleiðandinn mun útvega 200 rafbíla af gerðinni Nissan LEAF og Renault ZOE til að flytja fulltrúa á ráðstefnunni á milli staða. Gert er ráð fyrir að þessir bílar leggi samtals að baki rúma 400.000 km á þeim tveim vikum sem ráðstefnan stendur. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur haft á orði að uppbygging innviða fyrir rafbíla sé skylduverkefni allra ríkja og borga sem taka hlutverk sitt í umhverfismálum alvarlega.
(Sjá frétt EDIE í dag).
Hverfur 2CV af götum Parísar?
Ýmis flaggskip franskrar bílasögu munu hverfa af götum Parísar ef tillögur borgarstjórans Bertrand Delanoe ná fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir banni við akstri bifreiða eldri en árgerð 1997, en mengunarvarnir í þessum bílum standast ekki kröfur nútímans. Slíkt bann myndi hins vegar verða mikið áfall fyrir bílaáhugamenn og efnaminna fólk sem ekki hefur ráð á nýlegum ökutækjum. Tillögurnar taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið samþykktar af yfirvöldum á landsvísu. Verði sú raunin munu bílar á borð við Citroen DS og Citroen 2CV ekki framar aka um götur Parísar.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).