Ýmis flaggskip franskrar bílasögu munu hverfa af götum Parísar ef tillögur borgarstjórans Bertrand Delanoe ná fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir banni við akstri bifreiða eldri en árgerð 1997, en mengunarvarnir í þessum bílum standast ekki kröfur nútímans. Slíkt bann myndi hins vegar verða mikið áfall fyrir bílaáhugamenn og efnaminna fólk sem ekki hefur ráð á nýlegum ökutækjum. Tillögurnar taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið samþykktar af yfirvöldum á landsvísu. Verði sú raunin munu bílar á borð við Citroen DS og Citroen 2CV ekki framar aka um götur Parísar.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).