90 nýjar hleðslustöðvar fyrir COP21 í París

full_29369Bílaframleiðandinn Renault-Nissan ætlar að setja upp 90 nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla í París áður en loftslagsráðstefnan COP21 hefst þar um mánaðarmótin. Verkið er unnið í samvinnu við borgaryfirvöld í París og orkufyrirtækið Schneider Electric, en bílaframleiðandinn mun útvega 200 rafbíla af gerðinni Nissan LEAF og Renault ZOE til að flytja fulltrúa á ráðstefnunni á milli staða. Gert er ráð fyrir að þessir bílar leggi samtals að baki rúma 400.000 km á þeim tveim vikum sem ráðstefnan stendur. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur haft á orði að uppbygging innviða fyrir rafbíla sé skylduverkefni allra ríkja og borga sem taka hlutverk sitt í umhverfismálum alvarlega.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s