Alþjóðabankinn (World Bank) mun hér eftir láta 28% af fjárfestingum sínum renna til loftslagsverkefna, auk þess allar ákvarðanir um fjármögnun verkefna munu taka mið af loftslagsmálum. Alþjóðabankinn er stærsti aðilinn sem veitir fé til þróunarríkja og því getur þessi áherslubreyting haft gríðarleg áhrif á möguleika þróunarríkjanna til að sporna við loftslagsbreytingum. Þegar þessi áherslubreyting var kynnt sagði Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans m.a.: „Við erum að bregðast skjótt við til að hjálpa löndum til að auka nýtingu endurnýjanlega orkugjafa, draga úr kolefnisháðum orkugjöfum, þróa sjálfbær samgöngukerfi og byggja sjálfbærar, íbúavænar borgir fyrir sífellt fleiri þéttbýlisbúa. Þróunarríkin vilja hjálp frá okkur við að hrinda landsáætlunum sínum í lofslagsmálum í framkvæmd og við ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim“.
(Sjá frétt the Guardian 7. apríl).
Greinasafn fyrir flokkinn: Tilvitnun
Bænarbréf frá sökkvandi eyjum
Anote Tong, forseti eyríkisins Kiribati, hefur skrifað bréf til leiðtoga þjóða heims með bón um að stöðva öll áform um að opna nýjar kolanámur. Að öðrum kosti sé hætta á að Kiribati og nokkur önnur eyríki hverfi undir yfirborð sjávar vegna loftslagsbreytinga. Auk Kiribati hafa tíu önnur eyríki í Kyrrahafi skrifað undir bréfið, en fátt er um svör frá leiðtogum iðnríkjanna. Það gildir m.a. um sænsk stjórnvöld, þrátt fyrir að Anote Tong hafi rætt þessi mál sérstaklega við bæði forsætis- og þróunarmálaráðherra Svíþjóðar í heimsókn sinni þangað á liðnu vori. Í nýlegu viðtali við Svenska Dagbladet sagði Richard Denniss, yfirhagfræðingur hugveiturnnar The Australian Institute, að ástæðan kunni að liggja í áhyggjum sænsku ríkisstjórnarinnar af afkomu ríkisorkufyrirtækisins Vattenfall, sem hefur mikla hagsmuni af viðskiptum með kol. „Tölum bara hreint út. Ef nýjar kolanámur verða opnaðar munu lönd á borð við Kiribati sökkva“, sagði Richard í viðtalinu.
(Sjá frétt Miljöaktuellt í dag).
Síðasta kynslóðin sem getur spornað gegn loftslagsbreytingunum
„Kynslóðin okkar er sú fyrsta sem getur útrýmt fátækt og sú síðasta sem getur tekið skref til að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga“.
(Ban Ki-moon í grein í the Guardian 12. janúar).
„Þessi umbreyting er mannanna verk“
„Loftslagsbreytingar eru raunverulegar, þær er að gerast núna, þessi umbreyting er mannanna verk, og aðeins mannanna verk geta bjargað heiminum frá verstu áhrifunum. Þetta er ekki færibandaskýrsla sem við getum hent inn í skjalaskáp. Þetta er ekki pólitískt plagg búið til af pólitíkusum. Þetta eru vísindi“.
(John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tilefni af kynningu 1. hluta fimmtu ástandsskýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem fram fór í Stokkhólmi í morgun kl. 8 að íslenskum tíma. (Úr beinni útsendingu The Guardian)).
Um varanleikann
„Ekkert er varanlegt – nema breytingar“. (Heraklítus, 535-475 f.Kr.).
„Miklu miklu verra“
„Mér skjátlaðist varðandi loftslagsbreytingarnar – þetta er miklu miklu verra“, sagði Nicholas Stern í viðtali sem tekið var á efnahagsráðstefnunni í Davos fyrir helgi. Stern var höfundur skýrslu sem út kom árið 2006 og þótti marka nokkur tímamót í loftslagsumræðunni, þar sem þar var lagt hagfræðilegt mat á áhrif loftslagsbreytinga. Niðurstaða Sterns þótti sláandi á þeim tíma. Fleiri hafa talað tæpitungulaust í Davos, svo sem Jim Yong Kim, nýráðinn forseti Alþjóðabankans. Ef svo heldur sem horfir og meðalhitastig á jörðinni hækkar um allt að 4°C, telur hann að hvarvetna verði barist um vatn og fæðu. Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að hægt sé að sveigja hagkerfið inn á rétta braut. Í grænu hagkerfi liggi gríðarleg tækifæri fyrir atvinnulífið.
(Sjá frétt The Guardian 26. janúar).
Sköpun nýrrar menningar
„Þegar gömul menningarform eru að líða undir lok, er sköpun nýrrar menningar í höndum hinna fáu sem eru óhræddir við að vera óöruggir“. (Rudolf Bahro, 1935-1997).
Ferli sem ber í sér dauða þjóða okkar
„Það þarf miklu miklu meira til ef okkur á að takast að bjarga þessu ferli frá því að vera bara ferli ferlisins vegna, ferli sem bara býður upp á orð en engar aðgerðir, ferli sem ber í sér dauða þjóða okkar, fólksins okkar og barnanna okkar“. (Kieren Keke, utanríkisráðherra Nauru að loknu 18. þingi aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar á dögunum).
(Sjá frétt PlanetArk í gær).
Hvað er velmegun?
„Þróað land er ekki staður þar sem hinir fátæku eiga bíla, heldur þar sem hinir ríku nota almenningssamgöngur“. (Enrique Peñalosa Londoño, fyrrv. borgarstjóri í Bogotá í Kólumbíu).
Stærstu mistökin
„Enginn gerði stærri mistök en sá sem gerði ekkert af því að honum fannst hann geta gert svo lítið“. (Edmund Burke, 1729-1797).