Bænarbréf frá sökkvandi eyjum

eyAnote Tong, forseti eyríkisins Kiribati, hefur skrifað bréf til leiðtoga þjóða heims með bón um að stöðva öll áform um að opna nýjar kolanámur. Að öðrum kosti sé hætta á að Kiribati og nokkur önnur eyríki hverfi undir yfirborð sjávar vegna loftslagsbreytinga. Auk Kiribati hafa tíu önnur eyríki í Kyrrahafi skrifað undir bréfið, en fátt er um svör frá leiðtogum iðnríkjanna. Það gildir m.a. um sænsk stjórnvöld, þrátt fyrir að Anote Tong hafi rætt þessi mál sérstaklega við bæði forsætis- og þróunarmálaráðherra Svíþjóðar í heimsókn sinni þangað á liðnu vori. Í nýlegu viðtali við Svenska Dagbladet sagði Richard Denniss, yfirhagfræðingur hugveiturnnar The Australian Institute, að ástæðan kunni að liggja í áhyggjum sænsku ríkisstjórnarinnar af afkomu ríkisorkufyrirtækisins Vattenfall, sem hefur mikla hagsmuni af viðskiptum með kol. „Tölum bara hreint út. Ef nýjar kolanámur verða opnaðar munu lönd á borð við Kiribati sökkva“, sagði Richard í viðtalinu.
(Sjá frétt Miljöaktuellt í dag).