„Miklu miklu verra“

Nicholas-Stern-008Mér skjátlaðist varðandi loftslagsbreytingarnar – þetta er miklu miklu verra“, sagði Nicholas Stern í viðtali sem tekið var á efnahagsráðstefnunni í Davos fyrir helgi. Stern var höfundur skýrslu sem út kom árið 2006 og þótti marka nokkur tímamót í loftslagsumræðunni, þar sem þar var lagt hagfræðilegt mat á áhrif loftslagsbreytinga. Niðurstaða Sterns þótti sláandi á þeim tíma. Fleiri hafa talað tæpitungulaust í Davos, svo sem Jim Yong Kim, nýráðinn forseti Alþjóðabankans. Ef svo heldur sem horfir og meðalhitastig á jörðinni hækkar um allt að 4°C, telur hann að hvarvetna verði barist um vatn og fæðu. Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að hægt sé að sveigja hagkerfið inn á rétta braut. Í grænu hagkerfi liggi gríðarleg tækifæri fyrir atvinnulífið.
(Sjá frétt The Guardian 26. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s