Shell í vanda við Alaska

67519Í framhaldi af strandi Kulluk olíupallsins við Sitkalidakeyju við Alaska á nýársnótt eykst nú þrýstingur á ríkisstjórn Baracks Obama að fresta öllum frekari áætlunum um olíuboranir á Norðurheimskautssvæðinu. Forsvarsmenn olíufélagsins Shell, sem er eigandi pallsins, leggja á það áherslu að strandið hafi átt sér stað við flutning á pallinum og hafi ekkert með olíuboranir að gera sem slíkar. Umhverfisverndarsamtök benda hins vegar á að strandið sé sönnun þess að olíufélög geti ekki fyrirbyggt umhverfisslys í tengslum við olíuvinnsluna. Frá því á árinu 2005 hefur Shell varið um 4,5 milljörðum dollara (um 600 milljörðum ísl. kr.) í undirbúning olíuvinnslu á norðurheimskautssvæðinu við Alaska, en enn hefur ekki reynst unnt að hefja boranir.
(Sjá frétt PlanetArk 4. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s