Shell sektað vegna brota á lögum um loftgæði

shell_160Olíurisinn Shell þarf að greiða um 1 milljón bandaríkjadala (um 132 millj. ísl. kr.) í skaðabætur vegna brota á bandarísku loftgæðalögunum (the Clean Air Act). Umhverfisstofnun Bandaríkjanna kærði Shell vegna fjögurra atriða sem tengdust sölu og merkingu á eldsneyti. Þannig stóðust ekki upplýsingar fyrirtækisins um brennisteinsinnihald eldsneytis, sem sagt var innihalda minna en 15 ppm af brennisteini en innihélt í raun allt að 500 ppm. Einnig reyndist eldsneytið í einhverjum tilvikum innihalda of mikið af etanóli og vera of rokgjarnt, auk þess sem fyrirtækið hafði vanrækt lögbundið eftirlit og skráningu. Magn brennisteins og hlutfall etanóls í eldsneyti hefur mikil áhrif á loftgæði auk þess sem rokgjarnt eldsneyti stuðlar að ósonmyndun við yfirborð jarðar.
(Sjá frétt ENN 20. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s