Leigubílaöpp geta komið í stað einkabílsins

Sex af hverjum 10 íbúum Stokkhólms geta hugsað sér að hætta að eiga eigin bíl og treysta þess í stað á leigubílasmáforrit til að komast leiðar sinnar, að því er fram kemur í könnun sem fyrirtækið Uber stóð fyrir. Reyndar er þetta hlutfall enn hærra í nokkrum öðrum borgum Evrópu. Um 78% íbúa í Stokkhólmi vilja að bílum á götum borgarinnar fækki. Með því að nota almenningssamgöngur og sameinast um bíla, t.d. með hjálp smáforrita, gætu íbúar stytt biðraðir, bætt loftgæði og dregið úr þörf fyrir bílastæði.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 15. september).

Ebay, Kindle og Skype umhverfisvænstu „öppin“

appEbay var valið umhverfisvænsta appið í nýrri könnun ráðgjafafyrirtækisins WSP þar sem „snjalltækjaöppum“ voru gefnar umhverfiseinkunnir. Forritin voru greind með tilliti til jákvæðra umhverfisáhrifa, hversu oft þeim hefði verið halað niður og hversu mikið þau voru notuð. Ebay kom best út úr þessum samanburði, þar sem forritið er mjög vinsælt og ýtir undir endurnýtingu hluta, dregur úr neyslu og úrgangsmyndun og hvetur til sjálfbærrar neyslu. Smáforritið Kindle lenti í öðru sæti þar sem notkun þess dregur úr þörfinni á útprentuðu efni. Skype náði fjórða sæti þar sem það gerir vinnufélögum og fjölskyldum kleift að eiga í samskiptum án langra ferðalaga. WSP bendir á að umhverfisvænstu smáforritin séu ekki endilega þau sem beinast beint að umhverfismálum heldur vinsæl forrit sem eru hluti af hversdagslífinu og ýta undir sjálfbærari lífstíl.
(Sjá frétt EDIE í gær).

App til að skrá rusl í fjörum

plastáfjörumEEAUmhverfisstofnun Evrópu (EEA) hefur útbúið sérstakt snjallsímaforrit („App“) sem fólk getur notað til að skrá rusl sem það finnur á fjörum í sérstakan gagnagrunn. Þannig verða smátt og smátt til upplýsingar sem gera mönnum auðveldara fyrir að átta sig á umfangi vandans og taka vel ígrundaðar ákvarðanir um aðgerðir.
(Sjá frétt á heimasíðu EEA 3. mars).