Ebay, Kindle og Skype umhverfisvænstu „öppin“

appEbay var valið umhverfisvænsta appið í nýrri könnun ráðgjafafyrirtækisins WSP þar sem „snjalltækjaöppum“ voru gefnar umhverfiseinkunnir. Forritin voru greind með tilliti til jákvæðra umhverfisáhrifa, hversu oft þeim hefði verið halað niður og hversu mikið þau voru notuð. Ebay kom best út úr þessum samanburði, þar sem forritið er mjög vinsælt og ýtir undir endurnýtingu hluta, dregur úr neyslu og úrgangsmyndun og hvetur til sjálfbærrar neyslu. Smáforritið Kindle lenti í öðru sæti þar sem notkun þess dregur úr þörfinni á útprentuðu efni. Skype náði fjórða sæti þar sem það gerir vinnufélögum og fjölskyldum kleift að eiga í samskiptum án langra ferðalaga. WSP bendir á að umhverfisvænstu smáforritin séu ekki endilega þau sem beinast beint að umhverfismálum heldur vinsæl forrit sem eru hluti af hversdagslífinu og ýta undir sjálfbærari lífstíl.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s