Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) hefur útbúið sérstakt snjallsímaforrit („App“) sem fólk getur notað til að skrá rusl sem það finnur á fjörum í sérstakan gagnagrunn. Þannig verða smátt og smátt til upplýsingar sem gera mönnum auðveldara fyrir að átta sig á umfangi vandans og taka vel ígrundaðar ákvarðanir um aðgerðir.
(Sjá frétt á heimasíðu EEA 3. mars).