Sex af hverjum 10 íbúum Stokkhólms geta hugsað sér að hætta að eiga eigin bíl og treysta þess í stað á leigubílasmáforrit til að komast leiðar sinnar, að því er fram kemur í könnun sem fyrirtækið Uber stóð fyrir. Reyndar er þetta hlutfall enn hærra í nokkrum öðrum borgum Evrópu. Um 78% íbúa í Stokkhólmi vilja að bílum á götum borgarinnar fækki. Með því að nota almenningssamgöngur og sameinast um bíla, t.d. með hjálp smáforrita, gætu íbúar stytt biðraðir, bætt loftgæði og dregið úr þörf fyrir bílastæði.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 15. september).