IKEA opnar verslun með notaðar vörur

Á næstu vikum opnar húsgagnarisinn IKEA verslun í Eskilstuna, þar sem eingöngu notaðar IKEA-vörur verða boðnar til kaups. Vörurnar mun IKEA sækja á nytjamarkaðinn ReTuna þar í bæ og lagfæra á verkstæði sínu, auk þess sem seldar verða ónotaðar vörur sem hafa skemmst og fengið andlitslyftingu á verkstæðinu. Verðið verður eðlilega mun lægra en á nýjum IKEA-vörum, en opnum verslunarinnar er liður í að laga rekstur IKEA að hringrásarhagkerfinu. Hjá IKEA er gert ráð fyrir að fram til ársins 2027 vaxi markaður fyrir notaðar vörur fjórfalt hraðar en markaður fyrir nýjar vörur.
(Sjá frétt í Aftonbladet 11. september).

Breytingar á virðisaukaskatti ýta undir aukna endurnotkun

lagaFjármálaráðuneyti Svíþjóðar kynnti á dögunum tillögu að breytingum á virðisaukaskatti sem miðar að því að lengja líftíma vöru m.a. með því að gera viðgerðir ódýrari. Aðgerðirnar eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi er stefnt að því að lækka virðisaukskatt á minni háttar viðgerðum og fyrirbyggjandi viðhaldi úr 25% í 12% og lækka þar með kostnað vegna viðgerða á hjólum, skóm, fatnaði, leðurvörum, húsgögnum o.fl. Í öðru lagi á að veita skattafrádrátt vegna viðgerða á heimilistækjum á borð við þvottavélar, ísskápa, uppþvottavélar og eldavélar. Og í þriðja lagi fá minnstu fyrirtækin (með ársveltu undir 30.000 sænskum krónum (um 450.000 ísl.kr.)) undanþágu frá skilum á virðisaukaskatti. Þessar aðgerðir eiga að auðvelda neytendum að láta gera við bilaðar vörur í stað þess að kaupa nýjar, auk þess sem þær auðvelda smáfyrirtækjum að komast inn á markaðinn. Áformað er að breytingarnar taki gildi 1. júní 2017.
(Sjá fréttatilkynningu Regeriengskansliet 24. mars).

Viðgerðir og endurnotkun í brennidepli

73860Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að nýrri áætlun sem ætlað er stuðla að því að hlutir, allt frá raftækjum til bygginga, séu lagfærðir eða endurunnir í stað þess að fleygja þeim og taka nýja í notkun í þeirra stað. Þessu á m.a. að ná fram með því að skylda framleiðendur til að gefa ráð um viðgerðir og niðurrif í notkunarleiðbeiningum í stað þess að tilgreina einungis hvernig staðið skuli að förgun. Sjónum verður sérstaklega beint að nýtingu á plasti, en um helmingur alls þess plasts sem tekið er í notkun endar í urðun eða á hafi úti með tilheyrandi hættu fyrir dýralíf. Vonast er til að þetta ýti undir vöxt hringrásarhagkerfisins á kostnað einnotahagkerfisins sem víða er við lýði. Gert er ráð fyrir að umrædd áætlun líti formlega dagsins ljós í næsta mánuði.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).