Matarsóun fer heldur vaxandi

6048-160x96Á árinu 2015 var 4,4 milljónum tonna af ætilegum matvörum hent á breskum heimilum samkvæmt nýjum tölum frá WRAP (Waste and Resources Action Programme). Árið 2012 var þessi tala 4,2 milljónir tonna, sem þýðir að lítið hefur áunnist á allra síðustu árum þrátt fyrir margs konar viðleitni til að bæta úr. Á árunum 2007-2012 minnkaði þessi sóun hins vegar um 21%. Matarsóunin 2015 jafngildir því að hvert breskt heimili hafi hent ætilegum mat fyrir 470 sterlingspund (rúmlega 65 þús. ísl. kr.). Þegar horft er á allan lífsferill matvörunnar sluppu samtals um 19 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið vegna þessarar sóunar, en það jafngildir um fjórðungi allrar losunar frá bílaumferð í Bretlandi. Athygli vekur að árangur í viðleitninni til að draga úr matarsóun er svæðisbundinn. Þannig hefur dregið töluvert úr matarsóun í Wales á sama tíma og stöðnun hefur orðið á öðrum landssvæðum. Þarna kann að skipta máli hvaða aðferðum er beitt.
(Sjá frétt The Guardian í dag).

Breskir stórmarkaðir minnka matarsóum um 20.000 tonn á einu ári

foodwastepieMatarsóun í breskum stórmörkuðum hefur minnkað um 20.000 tonn á einu ári að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem WRAP tók saman fyrir bresku smásölusamtökin BRC. Þarna er um að ræða 10% samdrátt á einu ári, úr 200.000 tonnum í 180.000 tonn. Dagvöruverslanir bera aðeins ábyrgð á rúmlega 1% af matarsóuninni í Bretlandi en þær eru í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á sóun í aðfangakeðjunni, bæði meðal birgja og inni á heimilum. Sem dæmi um aðgerðir sem verslanirnar hafa gripið til má nefna að Tesco breytti verklagi í eigin bakaríum þannig að nú eru brauð bökuð oftar og færri í einu, Asda endurhannaði dagsetningar á matvælum til að sporna gegn misskilningi um endingartíma, Sainsbury’s þróaði aðferð til að nota matarúrgang til orkuframleiðslu og Marks & Spencer kom á kerfi til að dreifa afgöngum frá 150 stærstu verslunum keðjunnar til hjálparsamtaka um land allt.
(Sjá frétt EDIE í dag).

90.000 tonnum af fatnaði bjargað frá urðun árlega

29209 (160x107)Bresku WRAP samtökin um úrgang og auðlindir (Waste & Resources Action Programme) hafa hleypt af stokkunum nýju verkefni til að draga úr fatasóun í Evrópu. Verkefnið, sem gengur undir nafninu ECAP (European Clothing Action Plan), er styrkt af evrópskum sjóðum og nær til 11 Evrópulanda, þ.á.m. allra Norðurlandanna að Íslandi frátöldu. Markmið verkefnisins er að minnka urðun fataúrgangs um 90.000 tonn á ári frá og með árinu 2019.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Evrópubúar hvattir til að frysta mat

IGLO_200Stórfyrirtækið Iglo Group ætlar að verja 3,7 milljónum sterlingspunda (um 750 millj. ísl. kr.) í sérstakt átak til að hvetja Evrópubúa til að frysta afganga í stað þess að henda þeim. Verkefnið er unnið í samstarfi við bresku WRAP samtökin um úrgang og auðlindir (Waste & Resources Action Programme). Átakið nefnist iFreeze og snýst aðallega að upplýsingagjöf til íbúa í gegnum sjónvarp, prentaðar auglýsingar, upplýsingar á umbúðum og upplýsingar og ábendingar á internetinu. Um 20% af öllum matarúrgangi má rekja til þess að fólk eldar of mikið og annað eins fellur til vegna best-fyrir merkinga. Draga mætti úr þessari sóun með því að frysta afganga og matvæli sem nálgast síðasta söludag. Iglo vill að fyrirtæki sýni gott fordæmi og vinni með frjálsum félagasamtökum og yfirvöldum að bættri auðlindanýtingu.
(Sjá frétt EDIE í dag).