Á árinu 2015 var 4,4 milljónum tonna af ætilegum matvörum hent á breskum heimilum samkvæmt nýjum tölum frá WRAP (Waste and Resources Action Programme). Árið 2012 var þessi tala 4,2 milljónir tonna, sem þýðir að lítið hefur áunnist á allra síðustu árum þrátt fyrir margs konar viðleitni til að bæta úr. Á árunum 2007-2012 minnkaði þessi sóun hins vegar um 21%. Matarsóunin 2015 jafngildir því að hvert breskt heimili hafi hent ætilegum mat fyrir 470 sterlingspund (rúmlega 65 þús. ísl. kr.). Þegar horft er á allan lífsferill matvörunnar sluppu samtals um 19 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið vegna þessarar sóunar, en það jafngildir um fjórðungi allrar losunar frá bílaumferð í Bretlandi. Athygli vekur að árangur í viðleitninni til að draga úr matarsóun er svæðisbundinn. Þannig hefur dregið töluvert úr matarsóun í Wales á sama tíma og stöðnun hefur orðið á öðrum landssvæðum. Þarna kann að skipta máli hvaða aðferðum er beitt.
(Sjá frétt The Guardian í dag).