Evrópubúar hvattir til að frysta mat

IGLO_200Stórfyrirtækið Iglo Group ætlar að verja 3,7 milljónum sterlingspunda (um 750 millj. ísl. kr.) í sérstakt átak til að hvetja Evrópubúa til að frysta afganga í stað þess að henda þeim. Verkefnið er unnið í samstarfi við bresku WRAP samtökin um úrgang og auðlindir (Waste & Resources Action Programme). Átakið nefnist iFreeze og snýst aðallega að upplýsingagjöf til íbúa í gegnum sjónvarp, prentaðar auglýsingar, upplýsingar á umbúðum og upplýsingar og ábendingar á internetinu. Um 20% af öllum matarúrgangi má rekja til þess að fólk eldar of mikið og annað eins fellur til vegna best-fyrir merkinga. Draga mætti úr þessari sóun með því að frysta afganga og matvæli sem nálgast síðasta söludag. Iglo vill að fyrirtæki sýni gott fordæmi og vinni með frjálsum félagasamtökum og yfirvöldum að bættri auðlindanýtingu.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s